laugardagur, 8. september 2007

Nù tharf ég aldrei ad fara ùt aftur

Eg vaknadi i dag eftir mikla skemmtun à Comédie-torginu hér i Montpellier. Thar hofdu um thad bil thùsund Frakkar komid saman til ad horfa à upphafsleik Heimsmeistaramotsins i rugby sem haldid er i Wales og Frakklandi thetta sinnid. Leikurinn var milli Argentinu og Frakklands og endadi, thratt fyrir innàkomu svart-og sidhaerda bjarnarins Sébastian Chabal, med 17 - 12 sigri Argentinu. Vid Hildur àkvàdum ad sleppa drum'n'bass-tonleikum thvi vid vissum hvad bidi okkar morguninn eftir: undirskrift àbyrgdarmanns og afhending lykla. Ekki minna mikilvaegt yrdi brottfor leigusalans ùr ibùdinni, sem vid vildum helst ekki ad yrdi eftir, verandi ekki okkar typa. Vid hofdum verid adeins of sein ad flytja pening milli landa i gaer thannig ad i gaer og i dag gengum vid milli hradbanka og tokum ùt 1575 evrur i ymis konar sedlum.
Thegar dagur rann vaknadi ég med herkjum og saman gengum vid Hildur yfir midbaeinn thveran, frà ibùd skiptinemabrodur mins thar sem vid hofum gist sidustu viku og ad okkar verdandi ibùd. I stuttu màli sagt gekk allt vel, nema thegar leigusalinn hélt ad hann hefdi eydilagt rafmagnstofluna (sem hann hafdi ekki gert, sem betur fer) og reyndi ad laga hana med bloti. Hann er làgvaxinn, fimmtiuogfimm àra madur frà Alsir sem flutti til Thyskalands thegar hann var 18 àra og hefur ekki jafnad sig sidan.
Nù eru allir ànaegdir og vid erum ad fara ad elda pasta, sem verdur àn efa thjodarréttur ibùdarinnar.

Engin ummæli: