föstudagur, 28. september 2007

Take action!

Já, tökum aðgerð.

http://web.amnesty.org/pages/mmr-270907-action-eng

Mér finnst það augljós sannindi að sendibréf væru meira áberandi innan myanmarska utanríkisráðuneytisins heldur en auðeyðanlegir tölvupóstar, en allt kemur að gagni. Það væri ekki amalegt að sjá heimsríkið rísa upp og styðja við bakið á systkinum sínum í SA-Asíu. Mér finnst reyndar að róstur undanfarinna daga hafi verið ótrúlega áberandi alls staðar í heiminum, á hvaða fréttamiðlum sem leitað er (meira að segja á mbl.is sem finnst afmæli hinna ýmsu verslanamiðstöðva oftast mikilvægara en flest annað). Þetta er magnað, miðað við að fyrir þremur árum og níu mánuðum sat ég einn í stofu í Frakklandi og horfði á byltingu í Georgíu í beinni. Þegar fréttir bárust um að herinn hefði gengið í lið með mótmælendum leið mér eins og ég væri staddur á staðnum ásamt öllum fánaberunum, stúdentunum og hinum venjulegu borgurum sem höfðu tekið sig saman um að sauma að kúgurum sínum. Ég var hins vegar einn og leitaði inn á mbl.is til þess að fá útrás fyrir samkenndina: Minkur fastur í girðingu á Eyðiskeri (ókei, eða eitthvað álíka), var forsíðufréttin. Daginn eftir kom stutt frétt: Stjórninni steypt í Georgíu. Vá. Ég varð endanlega sammála því að Revolution will not be televised.
Núna eru hins vegar aðrir tímar og ég ráðlegg fólki að taka á móti þeim og taka þátt. Það er líka rooooosalega gaman.

7 ummæli:

Sandra sagði...

halló, finnur pjakkur!

Finnur Guðmundarson Olguson sagði...

Já.

Nafnlaus sagði...

Það er eiginlega neyðarlegt hvernig enginn kommentar á þessa færslu hjá þér. Þannig að ég ákvað að skrifa eitthvað.

Nafnlaus sagði...

Mest lesið á mbl.is í dag:
Gillzenegger hleypur nakinn í Kringlunni.

Það þarf eiginlega ekkert að orðlengja það frekar.

Finnur Guðmundarson Olguson sagði...

Ég las það.

Nafnlaus sagði...

.... ég líka.

Unknown sagði...

nau nau nau Gillz bara að hlaupa nakinn í gegnum Kringluna.