sunnudagur, 28. október 2007

Bi


Jæja, Albína er farin aftur til síns heima í New York. Við áttum saman helvíti góða viku, fórum oft á veitingahús (sem er ekki vaninn meðal okkar Hildar þó fólk haldi eflaust annað), spjölluðum mikið og tja...þar með var mínum parti frekar lokið; þær fóru hins vegar í dýragarðinn og á ströndina á meðan ég var í skólanum. Eitt kvöldið var líka verulega fjörugt með þrjátíuogeitthvað ára konu dansandi uppi á barborði.

Þessa helgi kynnti Hildur mig fyrir vini sínum, Pierre, sem er núna vinur okkar (og þegar fram líða stundir einungis vinur minn ef planið virkar). Hann er afskaplega fínn gaur, en hann lét mig samt drekka svo mikið að.......tja, ég man það eiginlega ekki alveg. Ég man bara að ég hrasaði næstum um stein þegar ég kom út frá honum og rétt náði að bjarga því með því að byrja að hlaupa casjúallí, eins og ég ekkert væri eðlilegra. Það virkaði, hann fattaði ekki neitt. Pierre þessi býr í næstu götu við okkar og er þeim hæfileikum gæddur að geta drukkið öll kvöld, unnið alla daga og samt ekki látið lífið. Hann kann líka ensku, sem er reyndar meira en hægt var að segja um mig þetta kvöld: „Yes, the army american came and the english army gave them the base so we never saw the development with the industrilasation, a mon avis, you see? And now we still have trouble with the airport inside the city.“ Ég hefði sennilega átt að velja annað málefni en flugvallarmálið til að útskýra.

Við verðum, eins og áður segir, uppi í sveit næstu viku, svo ég mun eiga erfitt með að svara öllum fimm milljón tölvupóstunum sem ég fæ frá öllum vinum mínum.

----Löng þögn----

Ókei, mömmu.

Súpermegastuðkveðjur til mágkonu minnar á deild XXX á Landó. Haltu áfram að rokka (en taktu því samt aðallega rólega...)

13 ummæli:

OlgaMC sagði...

er ég ein um það að finnast óþægilegt að lesa hvítan texta á svörtum bakgrunni?

Finnur Guðmundarson Olguson sagði...

Já. Þegiðu.

Nafnlaus sagði...

Hvað merkir fyrirsögnin bi? Einhverjum gæti dottið í hug að hún vísaði til þessa sífulla Pierre og fyrirhugaðs einkasambands þíns við hann (er nokkuð sem þú hefur gleymt að segja okkur, Finnur minn, öll þessi ár?) en svo gæti þetta líka verið enska kveðjan bye misrituð, sem er - ókei, ég fatta það núna - sennilega með vilja gert. Þarna sérðu hvað kímnigáfu minni hefur hrakað síðan þú fluttir til útlanda!

Unknown sagði...

Getur verið að Pierre sé franska útgáfan af mér?

Nafnlaus sagði...

Reyndu að útskýra Keikó-fyrirbærið fyrir útlendingum, ég þori að veðja að það er erfiðara en flugvallarmálið. Ég á einmitt minningar af spænskum tapasbar þar sem ég reyndi á spænsk-ensku að útskýra allt um Keikó fyrir ringluðum Evrópubúum eftir að hafa legið í kasti yfir skóbúðinni KEIKO. Did. Not. Work.

Nafnlaus sagði...

Já, og skemmtu þér nú vel í sveitinni. Ég er ekkert öfundssjúk. Neibb.

Unknown sagði...

Reyndu að útskýra stóra Orkuveitumálið og borgarstjórnarklofninginn fyrir útlendingum. Ja, eða bara Íslendingum.

Nafnlaus sagði...

Haha. Satt hjá Bochum. Ég bendi einnig á fjölmiðlafrumvarpið frá 2003....alltaf gott í partýjum.

Unknown sagði...

Hvernig ganga áramótaheitin þarna úti, búið að stroka nokkur út? :D

Nafnlaus sagði...

til hamingju med litlu fraenku :)

Erla Elíasdóttir sagði...

Ókei, ég hef ekkert sent þér, en þú hefur ekki sent mér heldur. Utan einhverskonar fjöldaboð á tónleika í september sem ég rakst á í spam-hólfinu mínu um daginn, semsagt telst ekki með. En sendi hérmeð ósk um blogg!

Nafnlaus sagði...

Hvernig er thad Finnur minn ertu ordinn svona drykkfeldur... bara flaska her og thar i næstum hverri bloggfærslu. Eg held ad thu ættir nu bara koma ther heim ad lappa uppa humorinn hja mømmu thinni.
Hulda

Finnur Guðmundarson Olguson sagði...

Orðinn?