Í miðjum vinnutíma í heimspekilegri aðferðafræði í dag var gamla kennslukonan okkar kölluð fram á gang. Það er strax mjög óvenjulegt að frönsku kennararnir yfirgefi nemendurna, þó ekki sé nema í tvær sekúndur og ég fór strax að velta fyrir mér hvort einhver hafi dáið. Eftir fimm mínútur kemur hún aftur, brosandi, svo ég afleiddi auðvitað að einn af óvinum hennar hefði verið myrtur. Jæja, sagði hún, við höldum þá áfram, en fyrst ætla ég að útskýra fyrir ykkur í stuttu máli af hverju verður enginn tími á eftir (það átti sko að vera annar tími eftir þennan) og af hverju það bíða sex löggur eftir mér úti á plani. Ég sprakk auðvitað úr hlátri, þetta er náttúrulega það fáránlegasta sem hún hefði getað sagt, en var mjög spenntur að vita af hverju löggan hafði sent sex útsendara á konuna.
Það var þá ekki merkilegra en það að hún býr í hverfi þar sem eigandi „vígahunds“ hefur aðsetur og eftir nokkrar árásir þessa ógeðfellda hunds ætlar löggan að gera ALLT til að ná honum og hinum dularfulla eiganda hans, sem enginn virðist vita hver er. Einhver nágrannakona hafði hins vegar tilkynnt löggunni að kennslukonan mín lægi undir grun vegna misskilnings og einhvers gamals ergelsis þeirra á milli. Hundurinn hennar er sko eldgamall rakki, en vígahundurinn er svona fimm metra hár eðalhundur sem gæti leyst erfið reikningsdæmi. Svo löggan fór alla leið inn á kampus til að tala við gömlu konuna og báðu hana um skilríki og alles, og biðu síðan eftir henni á meðan hún kenndi okkur. Hún var bara, halló, ég er gömul heimspekikennslukona! en löggan er ekki sú skarpasta hérna, verður að viðurkennast.
Alla vega, fannst þetta bara fyndið.
mánudagur, 15. október 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Þetta er ekki fyndið.
Það gerist aldrei neitt svona í mínum skóla. Engir vígahundar hér. Hins vegar er yfirkennarinn minn með "order of the British Empire" (fálkaorðu Bretlands) og gengur í jakka sem er merktur Corona því mexíkóski kærastinn hans vinnur þar.
Thetta er fyndid, thetta er omotstædilega fyndid, svona eins og thegar feitt folk svelgist a mat!!! Er eg klikk? madur spyr sig!!!
Hulda
Áttaði mig altíeinu á því hvað okkur vantar þig Finnur þegar ég var að glápa á þætti með David Spade ^^
Ari Jóns!
vildi bara að segja að bæst hefur við lesendahóp þinn og að með þessari færslu varð nýji lesandinn að föstum lesanda.
Ég sakna þín að springa úr hlátri!
Ég á líka kött sem leysir reikningsdæmi í laumi.
Skrifa ummæli