laugardagur, 24. nóvember 2007

Um allt og ekkert og svona titill sem endar í raun hvergi...


Ókei, ókei, ókei! Nóg um skegg og/eða skort á því. Ég myndi vilja sjá þig rækta þitt eigið, Salka. Hjörtur, þú ert afsakaður fyrir hæðnina því þér vex skegg í sama hlutfalli og ennið á þér hækkar.

Hvílíkur maður, hann Rúnar. Hann er ótrúlegur og ég elska hann rooooosalega mikið. Hann á allt gott skilið og mun vonandi eignast mjög mikið af börnum og konu sem gefur honum súkkulaði pakkað inn í akurhænu á hverju kvöldi. Hann sendi mér langt bréf. Þetta er sennilega besta dæmið um hversu vel hótanir virka. Sendið mér gull eða ég afneita ykkur!

Ég hef reyndar haft aðeins of mikinn tíma á höndum mínum síðustu viku og við vitum öll hvað gerist þá: maður kíkir á e-mailið sitt sexhundruðþúsund sinnum á dag. Þetta vita allir. Mitt hefur verið sérstaklega ánægjulegt því ég er maður sem elskar vonbrigði. 28 ný bréf! Frábært! Svo er þetta allt bara einhverjir gæjar að safna undirskriftum gegn hernámi Búbú-héraðs í landi sem ég get ekki einu fundið á póst-sovésku landakorti! En jú, jú. Ég er jú í öðru landi og það vill hamla samskiptum. Þannig að í staðinn fyrir að geta hringt í fólk og beðið það um að koma á kaffihús er maður farinn að skipuleggja kaffihúsaferðir með fólki á Íslandi þegar maður kemur heim. Ég held að það sé bara einhver óstjórnleg kaffihúsafariþörf í manni sem fær útrás þannig að því lengur sem manni er hamlað í því að komast í raun og veru á kaffihúsið, því lengra fram í tímann skipuleggur maður kaffihúsaferðir, þannig að ef ég kæmi ekki heim um jólin þyrfti ég að vera á kaffihúsi í eitt og hálft ár samfleytt til að uppfylla öll loforðin! Þess vegna kemur maður heim um jólin; til að ganga aðeins á uppsafnaðar kaffihúsaferðir. Það þorir auðvitað enginn að segja það, en það er ástæðan.

Kjallarinn tékkaði aðeins á kajanum í gær. Djengs datt út. Ég skrapp sem sagt á ölstofu til samkundu. Ég hitti Jeanne og kollega hennar úr taugasálfræðinni. Við þekkjum það öll þegar fólk segir að mestu raungreinanördarnir skemmti sér mest og best: það er allt lygi. Ég veit ekki hvað fólk er að tala um: eftir fimmtán drykki og mat og fleiri drykki og pínu tapas og einhvers konar drykki inni á bar sem var alveg eins og skip, eða kannski var það bara ég, og þrjá drykki drukkna úr vömb arabíugíraffans, sem við síðan fórnuðum og borðuðum á skipi sem var alveg eins og bar, vorum það bara við Adrien sem vöknuðum í lest á leið til Minsk. Þetta eru aumingjar upp til hópa.

Annars líður mér vel, ég skal skrifa þegar eitthvað hörmulegt gerist. Stay tuned.

15 ummæli:

Unknown sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Unknown sagði...

Þú ert kominn á þrusublogg skrið sé ég, maður heldur varla í við að lesa þetta hjá þér ;D

Hver þarf skegg? Meina sjáum Bazinn okkar hann Gunna, hann fær allt upp í hendurnar í lífinu og það hefur ekki skotist upp einn einasti broddi á sylkimjúkum vöngum hans.

Annars veit ég ekki hvað þú ert að væla, vaknandi áður en þú ert mættur til Minsk ;D

Ari"Joð"

Unknown sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Unknown sagði...

Og já hérna eru nokkur dýr sem þú getur nýtt þér,

http://bp0.blogger.com/_zM2xy1KVUFk/Ry-nxANrBPI/AAAAAAAAAMI/TIO2LuF8LU0/s1600/molerat.gif

http://bp1.blogger.com/_zM2xy1KVUFk/Ry-oJQNrBRI/AAAAAAAAAMY/hSpBx6UrCLA/s1600/tarsier.jpg

http://bp1.blogger.com/_zM2xy1KVUFk/Ry-opQNrBUI/AAAAAAAAAMw/mdMhE8K1zC0/s1600/blobfish.jpg

Nafnlaus sagði...

Ég tek þessu sem áskorun, melur.

Sisi sagði...

held að póstmaðurinn hafi borðað bréfið mitt. hann er ekki með skegg og þess vegna er hann orðinn þreyttur á því að ég sé að áreita hann.
ég er viss um að salka tæki sig vel ut med skegg, er ad hugsa um ad lata ígræða eitt eða svo.

Nafnlaus sagði...

Guð minn góður ! Er þetta blogg capable um að tala um eitthvað annað en skegg ???!!!

Nafnlaus sagði...

Það er ekki hægt að tala of mikið um skegg. Ekki raka þig, Finnur! Ekki samt safna Gandálfsskeggi...

Erla Elíasdóttir sagði...

Safnaðu frekar svona pels-hnetti einsog þessi fyrir neðan.

Atli Sig sagði...

Hæ Finnur!

Nafnlaus sagði...

Ég held að "pelshnöttur" sé hér með uppáhalds orðið mitt. Pant fá svoleiðis í jólagjöf!

Finnur Guðmundarson Olguson sagði...

ÆIIIIII! Ég ætlaði að tilkynna að pelshnöttur væri uppáhalds orðið MITT! Ég sver það, ég hef verið hlæjandi að því upphátt, einn, á götum Montpellier í allan dag. Sérstaklega þegar ég hugsa um myndina.

Nafnlaus sagði...

sumir eru åbenbart ekki capable um að hugsa á íslensku!

Nafnlaus sagði...

Bloggaðu, Finnur, bloggaðu! Ég nenni ekki að bíða eftir að eitthvað hörmulegt gerist. Ég vil nýja dýramynd og fleiri skoplegar verkfallssögur.

Unknown sagði...

Sammála síðasta commentara!

Mikið betra að njóta þess að lesa hluti eftir þig meðan maður getur, sitjum uppi með að heira þig segja þetta í eigin persónu alltof fljótlega ;D

Ari"Jóns"