Ég verð bara að segja örstutt frá draumi sem mig dreymdi í morgun. Ég var staddur ásamt fleira fólki, pabba, Sölku og einhverjum ókunnugum á Hverfisgötu og ég var nýkominn út af Kaffi Kúltúra þar sem ég hafði drukkið kaffi með Erlu sem las fyrir mig upp úr skáldsögunni sem hún var að skrifa. En núna var ég sem sagt staddur fyrir framan einhvers konar lítið svið, með rauðum tjöldum og alles og mér skildist að þarna ætti að fara að skíra Jesú. Foreldrar hans voru þarna og voru af einhverjum ástæðum ansi líkir mínum foreldrum, en Jesú lét bíða eftir sér. Loks kvisaðist út að hann vildi ekki að prestur skírði hann (einhver svona hógværðarkomplex hjá honum) og svo kom hann fram eftir nokkrar mínútur, lítill, grannur og ljóshærður, u.þ.b. 7 ára og spurði: „Getur einhver úr múgnum skírt mig?“ Ég sagði að sjálfsögðu: „Hvað með mig?“ og hann sagði: „Nei“. Svo valdi hann einhvern sumba fyrir framan mig sem var svona dæmigerður „vinnustaðagrínarasnillingur“ og fékk hann upp á svið. En hann skírði hann ekkert Jesú! Hann, í einhverju djóki, skírði hann V. Á. L. Dumland! Ég veit það því það var sett upp á risaskjá um leið og hann sagði það. Frelsari vor: V. Á. L. Dumland (borið fram dúmmland).
Þetta fá menn fyrir að velja einhverja hálfvita fram yfir mig.
miðvikudagur, 12. desember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
22 ummæli:
Farðu aftur inn í drauminn og leiðréttu beygingarvilluna hjá liðinu sem stjórnaði skjánum (vér-oss-oss-vor). Og skilaðu kveðju til Jesú Dumland í leiðinni!
Svona draumar eru greinileg merki um vanmátt mannsheilans og hvað hann veit greinilega ekkert hvað er í gangi.
hvað ertu búinn að drekka mikið vín þarna í vínlandi?
Hann hlýtur að vera drekka eitthvað sterkara en vín...eða taka það inn.
bwahahahaha! borðaði hann fisk með raspi?
Þegiðu! Þetta var ekki ég, þrátt fyrir ákveðin.. hemm... líkindi.
Boðskapurinn er: Aldrei að láta dreng (grínisti) vinna verk karlmanns (Finnur).
;)
Halló sko.
Að dreyma Jesús er fyrir velgengni á vinnustað og stöðuleika í einkalífinu...
En Finnur er atvinnulaus og einkalíf hans er ekki upp á marga fiska...
Ekki upp á marga fiska ?! Veistu hvað er gaman að spila scrabble við sjálfan sig ?!?!
Heiii ég hafði bara hlaupið yfir heila færslu þarna niðri, kemurðu þá 20.? ekki 23.? eða ætlaðiru kannski að sörpræsa fólk? en gleymdir því svo? ha? haaa?
Allt mun skyrast i fyllingu timans.
Skyrast. Ég sé fyrir mér hvernig "allt" mun þykkna upp og hvítna og einangrast í dósum.
Hæ Finnur.
Mig hefur dreymt tvær nætur í röð að ég sé í skæruhernaði.
Ekki lét Jesús sjá sig þá.
Læturu þetta vera lokafærslu fyrir heimferð semsagt? ;:P
Say.. hvar hittiru þennan Barb vin þinn. Þetta hljómar eins og eitthvað svindl.
Púff, held þú þurfir að fara að blogga aftur svo þetta verði ekki griðastaður hressra náunga á borð við Barb ... ég sakna Finnursbloggs.
Er Barb ekki kvenmaður? A working girl you know.
Jæja, nú vil ég fara að heyra þín bóhemsku ævintýr. Aðeins tvennt getur orsakað bloggþögn þína; krefjandi ástkona eða mjög margar flöskur af góðu víni og baguette með camembert og salami, ekki of mögru.
Fólk, hann er ekki að fara að blogga aftur. Hann er er útbrunninn. Hann meikaði ekki miskunnarlausan heim bloggsinns og gafst upp. Auminginn.
Athugið að ég hef nýverið tekið mjög framúrstefnulega stefnu í stafsetningu.
Skrifa ummæli