fimmtudagur, 20. mars 2008


Ég vil koma á framfæri mjög kærri kveðju til Haffa M. Etals, Jóhönnu og að sjálfsögðu Tyrfings hvers blogg ég skoða mjög gjarnan. Annars er allt að gerast hérna í götunni; nýtt þvottahús að opna sem við Hildur erum sorglega spennt yfir. Það er gult !

Ég átti þetta samtal um daginn:
-Ég: Ég ætla að fá croissant og pain au chocolat, ef þér vilduð vera svo vænir, herra bakarísmaður.
-Herra Bakarísmaður: Ekkert mál, ég þakka þér með gleði næturgalans. Sjáðu hvernig ég brosi. (BROSIR)
-Ég: Já, ég ætla að fá til baka núna. Heyrðu ! Ekki vill svo til að þér vitið hvenær þvottahúsið hér við hliðina opni, yðar brauðhleifur?
-Herra Bakarísmaður: JÚ ! Það opnar í dag ! Spurjið bara mann þann sem var að labba inn.
-Maður 1: Þvottahúsið? Það opnar í dag.
-Herra Bakarísmaður: Það er hérna við hliðina á.
-Ég: Já. Það er.. já.
-Maður 2: Var einhver að tala um þvottahúsið?
-Maður 1: Já, það opnar í dag. Ungi maðurinn vildi vita hvenær það opnar.
-Maður 2: (VIÐ MANN 1) Það opnar í dag. Þú getur sagt honum það.
-Maður 1: (VIÐ ÉG) Það opnar í dag.
-Ég: Ég þarf að fara núna. Mig vantar....pylsur.

Auðvitað var þetta ekkert svona, þið vitið það alveg. Við töluðum allir frönsku.

6 ummæli:

Jóhanna Ósk sagði...

Ha ha.. ég skoðaði bloggið þitt, ekki samt skoða mitt.. það er glatað

Erla Elíasdóttir sagði...

haahahahahahaha! hóst

(bréfið situr fast)

Sisi sagði...

yndislegt!

Nafnlaus sagði...

Býrðu í Kardemommubænum, Finnsi minn?

Sisi sagði...

vertu nú duglegur elsku rúsínubolla og skrifaðu eitthvað fallegt! Á meðan ég man hefurðu fengið póstkortið mitt? saknarkveðjur og blautur sleikur á kinn frá Ígi..

Tryggvi hinn leikbæri sagði...

Vá... Þvottahús... Vá..................................................................................vá.