Nú fer þetta að styttast í annan endann. Reyndar allverulega, því ég hef fest kaup á flugmiða heim þann 1. júní, á sunnudaginn eftir viku. Hildsa er farin heim, strákarnir hafa yfirgefið mig á ný og ég er einn í íbúð sem minnir meira og meira á tómt iðnaðarhúsnæði. Ég vona að strákarnir séu komnir heim núna og hafi ekki lent í einhverjum frekari ævintýrum í London án mín, síðasta vika hefur verið megarosafrábær. Þeir eru líka ástæða þess að ég hef ekki haft samband við þá sem reynt hafa að ná sambandi við mig, en nú verður breyting á.
Ég ætla að skrifa eitthvað seinna um ferðir okkar drengjanna til Carcassonne, Perpignan og Andorra. Á meðan skuluð þið horfa á eftirfarandi mynd.
laugardagur, 24. maí 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég gæti horft á myndina endalaust. ENDALAUST!
Hundraðastogellefta meðferð á dýrum?
Skrifa ummæli