laugardagur, 15. september 2007

Flugedla

Setjist nidur, bornin god, thvi ég aetla ad segja ykkur soguna af staerstu flugu i heimi og thvi hvernig hùn var INNI hjà mér i morgun.

Allir: Hversu stor var hùn?!

Vàààà, hvad hùn var stor. Eg sat rolegur og drakk kaffid mitt og bordadi indy kornflogurnar minar, lesandi um màlefni lidandi stundar eins og svo oft àdur, thegar ég sà ùt undan mér hvernig eitthvad flaug inn um gluggann. Thad voru mistok flugunnar, thvi hùn var svo stor ad ef hùn hefdi ekki flogid og komid inn um gluggann, thà hefdi ég sennilega haldid ad hùn vaeri komin til ad lesa à maelana eda eitthvad. En af thessum orsokum var ég knùinn til ad aepa mjog hàtt: Hvad i andskotanum er thetta?! sem visadi til vangaveltna minna um hvort thetta vaeri fàrànlega stor fluga eda medalstor fugl. Eftir ad hafa ùtilokad fuglakenninguna mina sagdi ég: Fokk, og lokadi mig inni i herbergi med solid hurd milli min og skepnunnar. Eg vissi samt ad ef hana langadi ad komast inn til min vaeri hùn svo stor ad hùn gaeti orugglega brotid upp hurdina ef hùn reyndi, thannig ad ég kalladi ùt til hennar: Hvad viltu? med orlitla rifu à hurdinni. -Eg get borgad hvad sem er, bara ekki meida mig. Vid erum ad tala um svo stora flugu ad partur af mér var hraeddur um ad hùn myndi stinga mig til dauda, en staerri partur af mér var eiginlega hraeddur um ad hùn myndi bara taka sjonvarpid mitt og fljùga burt. Vid erum ad tala um ad hùn hefdi getad kylt mig og drukkid kaffid mitt, hùn var svo stor.

Thar sem hùn hafdi enn ekki svarad kollum minum àkvad ég ad haetta mér fram og reyna ad semja um lausn màla face to face. En thà flaug hùn aftur ùt um gluggann og var à bak og burt, thannig ad ég byst vid ad thessi heimsokn hafi bara verid einhvers konar vidvorun: nù veistu hvad vid getum gert og naest fljùgum vid ekki bara rolega um stofuna. Eftir thessa àràs reyndi ég ad roa mig nidur i nokkrar minùtur, en ég held ekki ad ég muni nokkurn tima aftur verda rolegur.

Vid nànari umhugsun held ég reyndar ad thetta hafi verid einn af thessum vaengjudu kakkalokkum sem ég hef heyrt svo mikid um og sumum thaetti mun ogedslegra, en ekki mér. Thad er ekkert ogedslegra en flugur og ef ég hefdi séd thetta kvikindi thegar ég var litill hefdi ég aldrei farid ùt aftur. Nùna er ég skynsamari, ég veit ad ég get hvergi falid mig fyrir svona skrimslum.

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flugur eru alla vega ekki ódrepandi eins og kakkalakkar. Þeir þola allt og þá meina ég ALLT. Þeir eru líka mun fjölhæfari en flugur sem fljúga bara. Kakkalakkar synda t.d. líka. Guð hjálpi þér ef þetta var kakkalakki!

Flóki

Nafnlaus sagði...

Þetta blogg bjargaði deginum mínum. Ef ekki hefði verið fyrir hláturskastið yfir flugunni þinni hefði þetta verið sorglegur og tilgangslaus dagur við vinnu og hálspilluát.

Ég er SVO sammála - höndla eiginlega allt betur en flugur. Það var köngulóafaraldur í svefnherberginu mínu í vor og ég tók því af stillingu, en þegar hrossaflugutíminn hefst er ég með æluna í hálsinum.

Unknown sagði...

Ég er líka svo hrædd við hrossaflugur. Í fyrrakvöld var hrossafluga á tölvunni minni þegar ég settist til að læra. Ég öskraði og barði út í loftið með flísteppi. Ég held að henni hafi brugðið líka því hún flaug upp í loftljósið og tróð sér undir það og sást ekki aftur. Hún framdi eiginlega sjálfmorð (soldið spes).

Unknown sagði...

Tillitssöm hrossafluga... vildi að ég lenti á fleiri slíkum sem bara offa sér ef þær fara í taugarnar á mér.

Nafnlaus sagði...

Byrjum á þessu: Finnur kominn með gemsa (langt síðan ég veit)og blogg !!! HAHAHA !! Hvenær kemur myspaceið þausnið þitt eða er það kannski komið !?!?! Allt sem þú segist ekki ætla að fá þér eða gera gerist! Ertu kannski líka í framboði til stjórnar SUS ?? Ég hefði ekki kommenntað nema það að ég veit sitthvað um stórar flugur. Ekki horfa beint í augun á þeim því þá klikkast þær.
Að öðru: Herbergið þitt verður aðeins breytt þegar þú kemur heim um jólin.

Nafnlaus sagði...

Óskar, Finnur er líka kominn með Facebook. Það var þá sem ég áttaði mig á því að 21. öldin væri búin að éta bróður minn, þennan sloppklædda ullarhúfudreng af bekkjarmyndinni úr Vogaskóla. En blogginu er ég fegin, því annars myndi hann hætta að hafa samband þegar hann finnur sér nýja vini með alpahúfur til að ræða nytjastefnuna við.

Nafnlaus sagði...

Ef flugan var svört þá er hún vita meinlaus en ef hún var röndótt (frekar ólíklegt) þá er best að vara sig ;)

Skil þig fullkomlega, flugur eru ógnvekjandi....

Finnur Guðmundarson Olguson sagði...

Ég held að fæstir, ekki nema skiljanlega, nái nákvæmlega hversu stór þessi fluga var. Ég hugsaði í alvörunni um það í þrjár sekúndur hvort þetta gæti mögulega verið kólibrífugl. Nó djók. Kannski var ég pínu panikkandi samt.
Óskar: hvernig gengur, er mikið verið að versla í IKEA og fara hamförum yfir að finna glasastell?

Unknown sagði...

Frábært vinur!

Ég er gríðarlega ánægður með þessa færslu og skellti upp úr í miðjum skaðabótarétti. Kannski ekki rétta umhverfið til þess að trufla fólk í.

En engu að síður er ég mjög ánægður með þetta blogg og nafngiftina sem er mikið í anda Grillbarsins.

Thorastora sagði...

Þetta er greinilega uppeldisbrestur hjá greyjið þér og Sölku. Ef flugan snýr aftur með geitungavinkonu sína býð ég hérmeð fram flugusmölunuarþjónustu þóru. Launin minn yrðu árangurtengd, en flutningsgjald er ekki innifalið.
Þú veist ég er pro.

Vera sagði...

Biddu þangað til að dúfa taki sig til og fljúgi inn um baðherbergisgluggann hjá þér og setjist að í sturtubotninum. Það gerist víst oft þarna í Suður-Frakklandi. Óhugnanlegt.

Nafnlaus sagði...

Free [url=http://www.greatinvoice.com]invoice[/url] software, inventory software and billing software to create gifted invoices in before you can say 'jack robinson' while tracking your customers.