Hvað ertu alltaf að skipta þér af, maður. Já, þeir eru í öfugri stafrófsröð, það sjá það allir, spurningin er hvort það hafi verið viljandi eða ekki. Svarið er nei, það var gjörsamlega tilviljanakennt, en fyndið.
Takk fyrir að setja hlekk inn á bloggið hennar Hildar, Finnsi minn, nú get ég loksins farið að fræðast dálítið um hagi ykkar og hugvitsamlegar(!?) lausnir á tilfallandi vandamálum. Varð ekkert smávegis hjartveik yfir lýsingum hennar á límbandsviðgerðum á gasofninum og mæli eindregið með skynsamlegri og endingarbetri ráðum. Ég veit að þið eruð ekki svona vitlaus í alvörunni! Hlýtur að vera rauðvínið og hitinn. Kossar, mútta.
Ef téður takki helst ekki inni þá á hann pottþétt ekki að gera það. Yfirleitt á maður bara að halda takkanum inni þar til kviknar á blossanum - þetta er örugglega kveikitakkinn (góð íslenska) til að tendra blossann. Svo á að loga í af sjálfu sér.
Trúið mér, takkinn á að haldast inni. Ég er ekki svo vitlaus að villast á kveikitakkanum og ofntakkanum. Við erum reyndar ekki með kveikitakka, bara eldspýtur og límbandið virkar fullkomlega. Þetta er bara svo ofninn haldist íkveiktur. Það væri verra ef við þyrftum að gera ráðstafanir til að halda takkanum úti.
10 ummæli:
Ef maður ýtir á myndina birtist hún tryllingslega stór.
held eg kaupi mer piparuda, svona til oryggis.....
Greyið, hann er í Kanada og getur ekki varið sig. Mér líður næstum illa. En samt ekki.
Greyið Kanada, að eiga eftir að finna upp internetið. Eru hlekkirnir í öfugri stafrófsröð?
Hvað ertu alltaf að skipta þér af, maður. Já, þeir eru í öfugri stafrófsröð, það sjá það allir, spurningin er hvort það hafi verið viljandi eða ekki. Svarið er nei, það var gjörsamlega tilviljanakennt, en fyndið.
Takk fyrir að setja hlekk inn á bloggið hennar Hildar, Finnsi minn, nú get ég loksins farið að fræðast dálítið um hagi ykkar og hugvitsamlegar(!?) lausnir á tilfallandi vandamálum. Varð ekkert smávegis hjartveik yfir lýsingum hennar á límbandsviðgerðum á gasofninum og mæli eindregið með skynsamlegri og endingarbetri ráðum. Ég veit að þið eruð ekki svona vitlaus í alvörunni! Hlýtur að vera rauðvínið og hitinn.
Kossar, mútta.
Tips frá konu sem eldar á gasi:
Ef téður takki helst ekki inni þá á hann pottþétt ekki að gera það. Yfirleitt á maður bara að halda takkanum inni þar til kviknar á blossanum - þetta er örugglega kveikitakkinn (góð íslenska) til að tendra blossann. Svo á að loga í af sjálfu sér.
Trúið mér, takkinn á að haldast inni. Ég er ekki svo vitlaus að villast á kveikitakkanum og ofntakkanum. Við erum reyndar ekki með kveikitakka, bara eldspýtur og límbandið virkar fullkomlega. Þetta er bara svo ofninn haldist íkveiktur. Það væri verra ef við þyrftum að gera ráðstafanir til að halda takkanum úti.
Ah, ég skil. Þetta er sumsé old school. Mitt er new school.
Piparúða? Ég ætla að kaupa mér sverð!
Skrifa ummæli