laugardagur, 22. september 2007

Re: Takkinn á ofninum okkar, sem við þurfum að festa með límbandi og gengur fyrir gasi.

Sko, við erum ekki hálfvitar. Við reynum að snúa, ýta og eiginlega gera allt með alla þá takka sem við stöndum frammi fyrir. Hann er bilaður. Hann virkar þegar við teipum hann. Það er ekki gas að leka um alla íbúðina. Case closed.

Í öðrum fréttum: Skólinn gengur. Ég er ennþá að reyna að finna milliveginn milli minnar eigin námstækni (nú hlæja sumir) og ubersupernördalegu námstækni um það bil allra Frakka. Það er bara mín skoðun að það sé ekki hægt að komast að öllu með því að greina og búta sundur texta. Nú er þetta kannski málefni sem fæstir hafa staðið frammi fyrir í hinu íslenska skólakerfi, en þetta er sem sagt aðferð langflestra franskra krakka („krakka“ undirstrikað ef ég kynni það) til að komast að sannleikanum um allt. Ég vildi að ég gæti sagt að ég kynti þess á móti undir gríðarlegum umræðum í tíma um það sem mér er hjartfólgið í málefnum heimspekinnar, en sannleikurinn er sá að ég fæ eiginlega ekki svo vægt hjartaáfall í hvert sinn sem ég hugsa um að tala í tíma. Ég reyndi samt í dag, en varð mjög þurr í munninum og talaði eiginlega óvart í gátum eins og asískir menn í bandarískum kvikmyndum. Var samt stoltur af mér fyrir að reyna þegar uppi var staðið og er viss um að í dag hafi ég opnað flóðgátt sem seint verður lokað, kennurum og samnemendum til mikils hugarangurs (þau urðu öll mjög stressuð þegar ég opnaði munninn, ég veit ekki af hverju...)

Eftir tíma, ánægður með árangurinn, fékk ég mér kaffi í þartilgerðum sjálfsala og naut á meðan ég skoðaði tilkynningar á þartilgerðu tilkynningaskilti. Þegar ég sá tilkynningu um að einhver væri að selja eitthvað musical (veit enn ekki hvað) beit ég í kaffibollann til að geta skrifað númerið með báðum höndum í þartilgerða bók sem ég hafði undir höndum. Hafandi sítt hár slengdi ég til hausnum til að færa það frá, en hafði gleymt að ég var með kaffibolla í tönnunum og hellti þannig kaffi yfir mig, bók og föt. Mjög un-cool móment sem gerði nokkuð til að slökkva sjálfsánægju mína; það var eins og Guð hefði hugsað: „Hmm, honum líður vel. Það má ekki endast.“ Ég sagði samt fokkjú við Guð og gerði gott úr niðurlægingu minni og lét eins og ég hellti kaffi yfir mig oft á dag, bara að gamni. 1-0 fyrir mér.

Það var síðan hardkor reggí í kvöld, menn sögðu Haile Selassih, Zion og Babylon oftar en þeir opnuðu munninn og ég var mjög, mjög ánægður. Mannlífið er reglulega fjölskrúðugt hérna og mér finnst eins og hér hafi allir rétt á að finna sér sínar ástríður, sama hverjar þær eru. Öfugt við heima, nudge nudge.

Pís át.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"og mér finnst eins og hér hafi allir rétt á að finna sér sínar ástríður, sama hverjar þær eru. Öfugt við heima, nudge nudge."

Hey, þetta er nákvæmlega það sem ég var að meina í rökræðum okkar og Flóka á Súfistanum síðustu jól, um það að búa á Íslandi vs að búa í útlöndum ...

Nafnlaus sagði...

Vildi bara segja þér að myndin sem við teiknuðum á Babaloo (eða hvað sem það heitir) af fáránlegustu gúlknum heimsins í glósubókina mína er upp á ísskáp heima hjá mér. Fæ alltaf jafn margar spurningar þegar fólk kemur í heimsókn en mér er alveg sama. Nú á þér sem sagt að yljast um hjartarætur : ) ...og já þetta er broskall !

Nafnlaus sagði...

...og til hamingju með afmælið. 2 dögum of seint en samt.

Vera sagði...

Vei! Þú ert farinn að blogga! Samgleðst þér líka innilega með að hafa talað í tíma, það er magnað! Mundu þetta fólk er upp til hópa 5 ára fávitar sem kunna ekki einu sinni ensku, non?
p.s. Takk fyrir kommentið. Á kannski einhverntíma eftir að lesa það allt til enda. Kannski.

Nafnlaus sagði...

Síjiiii..

Vá, til hamingju með afmælið! Sem betur fer gleymdi ég samt ekki afmælinu hans Egils.

Nafnlaus sagði...

Var að skoða myndir af þér á síðunni hennar Hildar og þú ert ekki í peysunni minni. WHAT GIVES?

Nafnlaus sagði...

Thu lest mig hlæja upphatt, eg elska thegar thu lætur mig hlæja upphatt. Eg vona ad vid sjaumst um jolin astin.
Hulda B. Waage