Úú, við vorum að borða mat sem var fáránelgur. Albína, vinkona Hildar, er mætt á svæðið eftir fjöruga fiskibeinaráðstefnu í Antibes (ekki spyrja) og þær stöllur matreiddu tvær lostætisandarbringur með kartöflum, sveppum, baunum og sósu sem varð óvart alveg viðbjóðselgs góð. Ég lagði eiginlega ekki neitt af mörkum annað en að brjóta ofnhurðina, takk fyrir, takk fyrir, og opna rauðvínsflösku sem ég síðan drakk næstum alla sjálfur. Mér leið svolítið eins og húsbónda á 5. áratugnum. Ekki eins og venjulega þegar mér líður eins og húsfreyju á 6. áratugnum.
Ég held að fólki muni líða vel með að vita að ég er sífellt við sama heygarðshornið og tókst næstum því að klúðra skráningu í próf. Skrifstofukonan hringdi í mig í dag, síðasta dag skráningar, og sagði að þau tækju ekki við „plöggum sem væri ýtt undir hurðina þeirra utan skrifstofutíma“. Mér fannst það að sjálfsögðu fáránelgur og fór upp á skrifstofu og REDDAÐIÐESSU. Þetta litla klúður er samt ekki lýsandi fyrir Finn þessa dagana því ég hef verið gríðarelgs skipulagður frá fyrsta degi, á möppu og allt! Ég er samt að hugsa um að leika pínuskák með skólann, því ég dæmi það eiginlega ómögulegt að klára alla kúrsana; þetta er einfaldelgs of mikið fyrir einn mann. Ég hef því ákveðið að draga mig út úr einum áfanga og veita allri minni vinnu í hina. Ég þarf sko að lesa Fondements de la métaphysique des mæurs, La République, Lettres sur la tolérance, Du contrat social og svona fimmþúsund aðrar bækur og tek svona níu ár í það á meðan hinir, sem hafa fengið þetta asnalega tungumál í vöggugjöf, lesa eina bók á dag. En, hey, ég bjóst við að vera aðeins á eftir hinum, sem eru, þið vitið; frönsk.
Ég eyddi helginni í faðmi aukafjölskyldu minnar í Marseille, við Jeanne og einhver skólasystir hennar keyrðum þangað frá Montpellier á föstudaginn (Hildur varð eftir til að taka á móti Albínu). Við skutluðum skólasystur Jeanne á eitthvað afskaplega tæpt götuhorn og ætluðum að keyra í burtu, þangað til að fimm manna hópur varð mjög æstur hinum megin við götuna og við ákváðum að skilja stelpuna kannski ekki eftir eina með geðveikt stóra tösku. Anyways, hjá Djamdjiönnunum beið mjög góður matur eins og alltaf, og það var skrafað um menn og málefni. Reyndar fór ég í smámínus yfir að geta ekki skrafað eins mikið og ég hefði viljað, en einhvern veginn hef ég komið mér í mjúkinn hjá þessu fólki með lágmarksskrafi hingað til svo það er asnaelgur að komplexast yfir því núna. Coupe du monde du rugby; undanúrslit og úrslit, smápartý, Sévan, Lucie og maðurinn hennar: Ben Stiller, allt í allt var þetta ansi góð helgi. Eftir næstu helgi er síðan frí í skólanum og ég mun ásamt Hildi ferðast upp í Les Cévennes í Massif Central-fjallgarðinum og endurnýja kynni mín við húsið sem sjá má hér neðar. Bækur verða teknar með.
Stay cool.
þriðjudagur, 23. október 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Þú, yndiselgur.
Gott hjá þér, allt saman! Bæði skynsamlegar ákvarðanir í skólanum, feis á leiðinlegar skrifstofukonur og húsbóndastemmning frá liðinni öld. Ég er eins; þegar vinir stinga upp á að "elda saman" lít ég á það sem hlutverk mitt að a) opna vín, b) vera hress og c) drekka vínið. Svolítið eins og að vera "in charge of cups and ice".
Það er ekki öllum gefið að opna vínflösku svo vel sé.
Þið hafið öll rétt fyrir ykkur.
Hehehe... Mitt hlutverk i matarbodum er ad leggja a bordid, og enginn geriri thad eins vel og eg! ;o)
En ja, hae Finnur :o)
Eg setti link yfir a thina sidu af minni sidu... Vona ad ther se sama :o)
Thad lysir ther samt rosalega vel ad stinga svona mikilvægum pløggum undir hurdina thegar buid er ad loka; en thad er bara eitt af thvi sem ad gerir thig Finn ad unadslegri manneskju. Thu matt alveg stinga plaggi undir hja mer thegar eg er buin ad loka, ummm... tho ad thad væri frekar tilgangslaust thar sem ad eg er einføld manneskja og tharf enginn pløgg en thad er samt hugurinn sem gildir!!!
Astarkvedja ur baunalandinu
Hulda
Ég hélt alltaf að bloggið þitt héti hestavatn.blogspot.com. Ekki spyrja afhverju.
Því miður er sú síða tileinkuð blíunni og jesúást.
Ég held meira upp á hestvagn núna.
Skrifa ummæli