þriðjudagur, 11. desember 2007
Áli, áli hvar ert þú? Gáli, gáli sýndu þig!
Til hamingju Liverpool-unnendur, sem betur fer ákvað ég að halda með Liverpool í kvöld, í staðinn fyrir með þessum hörmulega mannskap sem druslaðist um völlinn, hálfsofandi. Það er af sem áður var þegar Drogba og Sytchev voru óstöðvandi í fremstu línu. Hvar er Sytchev annars? Ég laug því einu sinni að þessum heimsku Frökkum að ég væri bróðir hans.
Vegna ótrúlegrar atburðarásar er ég nú vel á veg kominn í jólagjafainnkaupunum, aldrei þessu vant og trúið mér: ALDREI þessu vant. Ég vil þó koma á framfæri að jólagjafirnar verða með hóflegra sniðinu þetta árið og ástæða þess er tvíþætt. Í fyrsta lagi misbýður mér hversu félagslega háð við erum orðin eyðslu, sem er sennilega hvort tveggja óheftum auglýsingum að kenna og skorti á almennri skynsemi. Það fáránlega er að langflestir sem ég þekki myndu aldrei setja samasemmerki milli verðmiða og hversu vænt mér þyki um þá, en eitthvað innra með okkur virðist segja okkur að þegar allt komi til alls þá sitji fólk yfir gjöfunum sínum á jólanótt og beri gjöf ársins saman við formlegan lista yfir gjafir annarra, fyrri gjafir sem gefnar hafi verið ykkar á milli, í samræmi við gengi krónunnar og heimsmarkaðinn með fullkomnu reiknilíkani settu saman af greiningadeild Landsbankans. Þýðingarmesta gjöf sem ég hef nokkurn tíma gefið kostaði ekki neitt, en ég get fullvissað manneskjuna sem fékk hana að hún þarf ekki annað en lesa gripinn og samstundis skilja hversu mikils ég met hana.
Í öðru lagi á ég engan pening; sorrý Stína, ég tek þetta á næsta ári.
Prófum hefur verið frestað fram í janúar, ég bíð heimkomu 20. des. og hlakka mjög, mjög, mjög mikið til hinnar árlegu uppskeruhátíðar 104, 30. des. Og auðvitað til jólanna og þess að hitta ykkur öll.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Við mamma ætlum að taka Suðurnesin á þetta í ár og eyða 20. desember í Reykjanesbæ. Hver veit nema maður finni þar jólagjöfina í ár?
Styð þig í hóflegum jólainnkaupum, en er svo heppin að búa í landi þar sem er auðvelt að finna sniðugheit fyrir smáaura. En eins og segir í laginu (í upphafi jólamyndarinnar 1998 eða hvenær sem það nú var): "Þú komst með jólin til mín, til mín, til mín."
Um jólin verður aldeilis bömpað víttumbreitt, allavega ef Rúnar mætir á svæðið.
Þarsem þú hefur engan tíma þarna úti til að svara e-mailum var mar farinn að halda að þú ættlaðir ekki að mæta 30. ;D En flott að vita af mætingu! Þetta verður með nýju og mögnuðu sniði þetta árið!
Ari"Jóns"
Ég trúi ekki ennþá að þú ætlir að láta mig vera eina í Montpellier í fimm daga, fimm daga Finnur, hvað á ég að gera ein í fimm daga???
Ætli það sé ekki kominn tími til að rústa bókmennta- og íslenskuspekingafjölskyldunni aftur í Scrabble við gott tækifæri?
Ég boða hér með langþráða endurkomu mína.
kv.
Einn ósigraður Scrabble-keppandi.
Hlakka til að fá heimaprjónuðu vettlingana frá þér, Finnsi minn, úr ullinni sem þú spannst sjálfur af kindinni sem þú ólst við brjóst þér. Tek undir hvert orð í færslunni þinni - og þú færð döðlutertu í jólagjöf. - Rúnar! Komdu í Scrabble ef þú þorir og ég skal mala þig í smátt. Eða ekki. Komdu allavega.
Þessi fjarlægð hefur gert okkur öll svo fjandsamleg. Eða ekki. Ég þarf að fara koma í heimsókn og leggja mig eða eitthvað.
Ég er til í Scrabble og þess vegna Fimbulfamb!
Falleg mynd af þér.
hvað um jólahjólahjólið mitt? Og alla pakkana, stóru pakkana, ertu að reyna segja mér að það sem komi frá hjartanu sé betra en það sem kreditkortin kaupa?
Er mega ósátt með póstmannin, hann hefur örugglega borðað bréfið mitt.
Skrifa ummæli