mánudagur, 11. febrúar 2008

11. feb. 2008

Vog: Þú ert elskulegur við fólkið sem eru að reyna að sýnast fyrir þig. Einhvern tímann hefur okkur öllum ekki verið sama um hvað fólki finnst um mann.

-Hver þarf málfræði þegar stjörnurnar vinna með manni?

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mig skil ekki hvern tharf malfraedi yfir hofud!

Erla Elíasdóttir sagði...

mér hlægir

Nafnlaus sagði...

Aldrei hefur mér oft þótt ekkert jafn- eða allfyndið.

Hvar fannstu þessa perlu, bróðir?

Finnur Guðmundarson Olguson sagði...

Á mbl.is. Ég hef ekki skoðað meira, þetta er eflaust gullnáma.

Nafnlaus sagði...

Kver þarv málvræþi ifyrleytt?

Atli Sig sagði...

Ég þekki manneskjuna sem sér um stjörnuspána hjá mogganum, hún er nett flippuð. Stundum bullar hún bara eitthvað(frekar en að copya stjörnuspár úr erlendum blöðum).

Finnur Guðmundarson Olguson sagði...

Geturðu sagt henni að verða betri í málfræði?

Nafnlaus sagði...

"Nett flippuð" eða "ótalandi á íslensku", það er spurning ...?

Þetta er t.d. stjörnuspá pabba fyrir vikuna:

"Alveg sama hversu ánægður þú vanalega ert, geturðu ekki beðið í dag þar til klukkan verður fimm. Láttu klukkuna hvetja þig áfram með verkefnin."

Og eldri bróðir okkar fær þessi skilaboð.

"Vertu með eignir þínar á hreinu, þá líður þér miklu betur með að vilja bæta við þær."

Eins og lesblindur sebrahestur hafi þýtt úr ensku.

Nafnlaus sagði...

Ég sat yfir prófi áðan og skellihló við lesturinn. Nemendur hafa eflaust álitið mig sadista að sitja og hlæja á meðan þeir sprengdu á sér heilasellurnar.
En hvað meinarðu með að þú sért hættur/dottinn út úr skóla?
Sá sem fær 16 fyrir ritgerð á ekki að hætta! Eða hvað veldur?
Kveðja,
SAN

Nafnlaus sagði...

Jæja, kominn tími á nýtt blogg frá þér!

Nafnlaus sagði...

Varðandi málfræði þá langar mig til að vitna hér í uppáhaldskaflann minn úr öllum þeim bókum sem ég hef lesið:
"Dirait-on malheureux un très beau cheval parce qu'il ne sait pas la grammaire et ne mange pas de gâteaux, ou un taureau parce qu'il ne peut pas faire de la gymnastique?" Hvers vegna þurfa allir að vera góðir í öllu?
Þetta er úr L'Éloge de la folie eftir Erasmus frá Rotterdam. Ef þig langar að lesa hana þá get ég garanterað að tíma þínum verður vel varið.
SAN

Nafnlaus sagði...

Talandi um málfræði. Ég skellti þessum franska texta þínum í gegnum ókeypis þýðingu hér á netinu og fékk þetta út.

"As it would be said poor person a very nice horse because he does not know grammar and eat cakes, or a bull because he cannot make gymnastics"