miðvikudagur, 20. febrúar 2008

Stúdentapólitík og líðan

Sælar verið þið elskurnar, gaman að sjá að fólk kíkir stundum á þetta ef eitthvað má kalla. Það er nú ekki eins og maður sé að kæfa ykkur elskurnar með skemmtisögum úr Rauða hverfinu eða hápólitískum boðskap. Ja, alla vega ekki há.

Mér líður mjög vel akkúrat núna, eins og ég sagði í bréfi til Jóns Ragnars fyrr í dag þá er ég að koma bóhemlífi upp á annað stig. Var í dag við lestur bókar um Grikkland til forna, súpandi rauðvín úr sultukrukku með Wagner í eyrunum (reyndar ekki á fóninum, sem hefði verið enn svalara), tottandi pípu (já, kæra fjölskylda, ég gríp örsjaldan í pípu). Ég fattaði á þeim tímapunkti að það myndi sennilega ekki gerast betra fyrir takmarkaða manneskju eins og mig. Okkur Hildi tókst síðan að leigja mynd áðan í vídjósjálfsala, hún var að sjálfsögðu á frönsku þrátt fyrir að heita The Constant Gardener og það besta var að enskt tal og/eða enskur texti var í boði....en Frakkarnir höfðu lokað fyrir möguleikann að velja það. Sennilega af því að þeir eru leiðinlegir.

Það er ekki margt í fréttum, ég er ekki á kúpunni, þrátt fyrir að mamma vilji ekki trúa því; þetta er svolítið eins og besta atriði í heimi í myndinni Coffee and Cigarettes þar sem einn maður reynir að telja öðrum trú um að honum líði mjög vel, á meðan hinn vill ekki trúa því og skrifar það stöðugt á ótta hans við að opna sig. Maður þarf sennilega að sjá þetta til að skilja. Ég er nýbúinn að lesa Fólkið í kjallaranum e. Auði Jónsdóttur, mjög skemmtileg bók og fimlega skrifuð, snerti mig samt ekki jafndjúpt og fólkið sem kvótað er í á kápunni. Snerti mig þó. Fyrrnefnd bók um Grikkland til forna hverfur mjög hægt ofan í mig.

Það er mjög upplífgandi að horfa á The Constant Gardener sem er um viðbjóð og spillingu í Kenýa og fara síðan á mbl.is og sjá að MH og Kvennó hafi virkilega séð ástæðu til að senda frá sér sameiginlega tilkynningu um úrslit spurningakeppni. Þegar ég var lítill skildi ég aldrei af hverju öll þjóðin, eða jafnvel allur hinn vestræni heimur, tæki sér ekki bara frí í vinnunni á meðan við færum til landanna í Suðri og redduðum málunum á einu bretti. Þá væri það bara búið og við gætum öll farið heim aftur og sofið róleg í fyrsta sinn í aldir. Ég skil ennþá ekki af hverju, fyrst Vesturlönd vilja setja sig á svo ótrúlega háan siðferðishest gagnvart restinni, pólitíkusar geti ekki andskotast til að gera minnsta hlut eins og senda friðargæslulið til Darfúr eða þjarma að óheiðarlegum lyfjafyrirtækjum. But it's all the same tobacco.

Sem minnir mig á að á sínum tíma lofaði mér ungur maður á leið í Stúdentaráð að um leið og Röskva hefði öll yfirráð myndu ályktanir sem skipta í alvöru einhverju máli flæða úr gáttum ráðsins: „Darfúr, Íraksstríðið, þetta verður allt þarna!“ Litlu mínístjórnmálamennirnir sem eru með Kaupþingsauglýsingu á heimasíðu Stúdentaráðs en sveipa sig byltingarlitum á heimasíðu Röskvu; rautt fyrir blóðuga hræsni. Gæti mögulega verið að byltingin hafi hreinlega verið keypt, töppuð á flöskur og seld á uppsprengdu verði? Það besta er samt að baðaður blóðinu er ÉG fyrir miðri mynd, styðjandi höndum á skilti: VOILA.

Ég hef síðan, þrátt fyrir yfirlýsingar Atla Bollasonar, ekki séð neitt frá Stúdentaráði nema auglýsingar um drykkjuhátíðir og myndir af frambjóðendum beggja flokka að taka í höndina á einhverjum í hjólastól, hvor fyrir sig hreykjandi sér af auknu aðgengi fatlaðra. Eins og Háskóli Íslands ætti ekki sjálfur að sjá sóma sinn í nokkrum plönkum og lyftum. Eintómir andskotans svifnökkvar og valdagælur. Röskva, samtök félagshyggjufólks (sem var skilgreint á meðan ég var í sturtu á Hvolsvelli) og Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, sem er greinilega svar við öllum þessum stuðningsmönnum konungsveldis innan Háskólans.

Ályktun af Röskvusíðunni: „Stúdentar þurfa kaffi. Þegar Háskólatorg opnaði var kaffistofum í Lögbergi og Aðalbyggingu lokað og því er allt of langt að sækja sér kaffi. Röskva vill setja upp aðstöðu í þessum byggingum til þess að stúdentar geti fengið kaffi í sínu nánasta umhverfi.“

Æi, krakkar mínir, er of langt að sækja sér kaffi? Puff... Þegar mann rámar í að fólk þarf í alvörunni að labba marga kílómetra til að ná sér í vatn á mörgum stöðum í heiminum getur maður skoðað svona yfirlýsingar fyrir það sem þær eru: innantómt dekurkvabb.

Vaka er vinur litla mannsins


En......ég ætla að fara að sofa.

19 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rétt upp "hend" sem tékkar skammarlega oft á þessari síðu á dag ...

En húrra, þú bloggaðir. Og svo langt. Og svo fyndið. Ég hló svo mikið að kaffiályktun Röskvu að ég hef eflaust raskað ró tyrknesku nágrannanna sem eru að horfa á tyrkneskt sjónvarp as we speak. Held ég sé samt mögulega komin með svefngalsa. Stúdenta"pólitík" er mögulega sorglegasta fyrirbrigði Íslandssögunnar, svona fyrir utan stóra efnavopnafundinn í Írak þarna um árið.

Komdu í heimsókn til mín, ég á fáránlega mikið af rauðvíni (sem ég get ekki drukkið því ég er í bindindi, svo einhver verður að gera það), og a.m.k. eina sultukrukku. Svo á ég líka nammiskálar úr hvurjum við Ásthildur drukkum einu sinni viskí.

Finnur Guðmundarson Olguson sagði...

Af hverju áttu þá fáránlega mikið af því? Fékkstu körfu af rauðvíni í reunion-gjöf?

Nafnlaus sagði...

Vegna þess að hér í landi kemur fólk alltaf með rauðvínsflösku með sér þegar maður býður því í heimsókn/mat/kökuboð/almennt hangs, og þegar allir koma með rauðvín klárast aldrei allt. Svo það fer í vínrekkann hér í stofunni. Og sífellt bætist í rekkann.

Unknown sagði...

Gott að sjá að þú ert ekki dauður úr öllum æðum, gamli... það fer þér vel að vera hvass.

Vera sagði...

Einu sinni sat ég við kanal í Feneyjum, drakk te og las um gríska goðafræði á meðan gondólar með ítölskum tenórum og bandarískum elskhugum í síðbúnum valentínusarfíling sigldu fram hjá ... forn grikkirnir, rauðvínið og Wagner minnti mig á það. Kósí.

Erla Elíasdóttir sagði...

hend! og takk fyrir að segja það sem (vonandi?) margir hugsa um blessaða stúdentapólitíkina. ég kaus samt, af því ég vil aðeins frekar sjá suma komast til valda en aðra, ekki að ég trúi því að útkoman verði mikið öðruvísi...

p.s. ég las stúdentapólitík og lóðarí

p.p.s. sem leiðir hugann að sennilegu mótífi margra til að standa í slíkri pólitík

Erla Elíasdóttir sagði...

p.p.s. ó-mæ-god ég var að fatta að þessi mynd er ekki djók, þ.e. að Vaka stillti sér virkilega upp með þessum hætti... hættu nú alveg.

Atli Sig sagði...

Haha, vinur litla mannsins. Minnir mig á þegar Ingi Ókind fór í djók-framboð (eða kannski var það alvöru framboð) í stjórn nfmh og pósaði við hliðina á Sverri sem var með hnén á sér klædd í skó(þau áttu ss að vera fæturnir hans) þannig að hann virtist vera dvergur! Vinur litla mannsins!!! FATTIÐI!?!?!?!? HAHAHAHAHAHA!!!!!!!!!



Fucking Vökufífl.

Nafnlaus sagði...

"Eftir níu daga bloggleysu snýr Finnur aftur beittari sem aldrei fyrr með há pólistíska satíru um framagjarna stúdenta og kaffi. Hnyttnin leynir sér ekki og í tvöþúsundasta skipti fáum við innsýn inn í það sem aðeins getur kallast ótrúlega hip og arty bóhem líf Finns. Með bloggið að vopni og tuttugustuogfyrstu öldina sem sterkan bandamann lætur hann höggin dynja á hinum ýmsu þjóðfélagskimum og tekur enga gísla. Engin er óhultur fyrir hnífbeittu háði hans og getur maður aðeins vonast eftir því að verða ekki viðfangsefni næstu færslu."

- mbl.is

P.s. Myndin af Vöku með fólkinu í hjólastólunum er fáránlega fyndin. Veit þetta fólk ekki að það er bara markaðsefni í þeirra augum ?

Finnur Guðmundarson Olguson sagði...

Þetta er Andri Ólafsson.

Nafnlaus sagði...

Ég bíð enn eftir því að þverpólitísk samstaða náist um kaffi stúdenta.

Andri sagði...

Hehe, þetta var raunar ekki ég. Ég vona samt að það geri mig ekki að viðfangsefni næstu færslu...

Finnur Guðmundarson Olguson sagði...

Djufullinn. Þetta getur ekki hafa verið Rúnsi? Sigtið er á þér samt sem áður Andri.

Nafnlaus sagði...

Ég nota ekki orðið satíra í skrifum mínum. Ég reyni að nota til hins ýtrasta orðið ergo, enda nýja uppáhalds orðið mitt.

Nafnlaus sagði...

Hjörtur, mögulega? Er hann svona mjúklega máli farinn?

Nafnlaus sagði...

Ég giska á vinkonu Atla Sig., þessa sem sér um stjörnuspána í Mogganum!

Nafnlaus sagði...

4x uppfært í dag. Þetta er nú meiri satíran.

Atli sagði...

Já, sorrí. Ég reyndi að gera þetta pólitískara, en naut ekki stuðnings. Fokking lýðræði.

Nafnlaus sagði...

Hah! Bingó Finnur.

Thóra