mánudagur, 25. febrúar 2008

Ergo

Mér var boðið að keppa á fótboltamóti af barþjóni um daginn. Ég slóst að sjálfsögðu með í för, enda ekki á hverjum degi sem maður fær tækifæri til að keppa fyrir hönd kráar í fótbolta ásamt sex Írum. Skipulagið var bara ekki gert fyrir mannslíkama; við þurftum að keppa fimm leiki, fjörutíu mínútur hvern, frá tíu um morguninn til klukkan sex og það að ég hafði ekki borðað neitt nema eitt croissant og sofið 45 mínútur um nóttina hjálpaði ekki. Þegar ég steig upp úr rúminu daginn eftir gerði ég þetta:


Mér er svo illt. Alls staðar. En við fengum bikar. Lásí annars sætis bikar. Og ég fæ að halda staff-bolnum sem ég keppti í.

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hljómar svolítið eins og mér leið eftir hrakningagönguferðina með Borgó hér um árið. Illt. Alls. Staðar.

En gott hjá þér! Ég hef ekkert keppt í fótbolta hér í Glasgó, fór hins vegar út með endurvinnsluruslið um daginn og fannst ég eiga skilinn bikar fyrir það. Það er gott að setja markið lágt.

Nafnlaus sagði...

TIL HAMINGJU!!! Með bikarinn alltso. Mér finnst ekkert sérstaklega mikið til bolsins koma.

Ástar- og saknaðarveðjur,
Bróinn

Nafnlaus sagði...

En svo allrar sanngirni sé gætt þá hef ég náttúrulega ekki séð bolinn.

Nafnlaus sagði...

Ég hef séð bolinn. Hann er kúl.

Nafnlaus sagði...

móti hverjum kepptuð þið?, voru mörg lið? varstu á kantinum? (hlutverkið)
allavega, flott hjá þér, pínu stoltur.

kv. lambi

Unknown sagði...

Tússaðiru ekki "104" aftaná bolinn hjá þér ? :D

Finnur Guðmundarson Olguson sagði...

Við kepptum á móti þremur liðum frá Madagaskar og einu frönsku liði, ég VAR á kantinum; þeim hægri og nei Ari, en ég ætla mér að bæta úr því snarlega.

Tryggvi hinn leikbæri sagði...

Það spilar enginn fótbolta í Fredrikstad... Ekki einu sinni Eiríkur Hauksson.

Atli Sig sagði...

Eru ekki bara allir á skíðum í Fredrikstad? Geta norsarar eitthvað sem felur í sér að vera ekki á skíðum?

Nafnlaus sagði...

Í stíl við ófrumlega hvatningarhróp Íslendinga á kappleikjum vil ég segja þetta:

BLOGGA! *pa-pa-pa* BLOGGA! *pa-pa-pa* (*)
og
Áááfram Finnur! *klapp klapp, klapp klapp klapp* Áááfram Finnur! *klapp klapp, klapp klapp klapp*

(*) Ég hugsaði lengi um það hvernig ég ætti að setja þennan trumbuslátt fram á prenti. Sjálf aðhyllist ég "tja-tja-tja" sem er innanhússhúmor í mínum vinahóp en fólk vill misskilja það og halda að átt sé við samkvæmisdansinn vinsæla.

Nafnlaus sagði...

Enn fremur hefði ég átt að skrifa "klappklapp, klappKLAPPklapp", það hefði verið nær raunveruleikanum.

Finnur Guðmundarson Olguson sagði...

Það er rosalega spennandi grein um módelsmíðar á leiðinni.

Sisi sagði...

ég vona að þú sért búinn að þvo bolinn kæri minn!, ef ekki..þá er að vísu sá möguleiki að pakka honum inn í loftþéttar umbúðir, geyma hann um nokkurt skeið og selja gripinn svo á ebay.