Þá eru gestir mættir á svæðið, Björgvin pabbi Hildar, Þórhildur, stjúpa Hildar og Garðar, litli bróðir Hildar. Á meðan þau gömlu ætla að hreiðra um sig á nálægu hóteli mun Garðar heiðra okkur með nærveru sinni, sofandi á græna svefnsófanum í gestaherberginu á Villa Chapeau Rouge og er það vel. Maður er farinn að geta sofið við opinn glugga án þess að vakna á morgnana og þurfa að byrja á að þíða fötin sín. Vorið er komið sem þýðir eiginlega aðeins eitt í mínum huga: þrumuveður, ég er strax farinn að hlakka til og vona að þetta fari að bresta á hvað úr hverju.
Ég hef verið að lesa bókina The Meaning of the 21'st Century e. James Martin síðastliðin tvö ár og er að glugga í hana þessa dagana. Aldrei hefur mig langað jafnmikið til að brenna bók. Mig langar að taka hana og rífa hana og fordæma höfundinn fyrir ónáttúrulegt kukl. Martin er að tala um alla nýju tæknina sem mun koma fram á sjónarsviðið á 21. öldinni og hvernig hún mun verða notuð. Hann gefur sér engan tíma í heimspekilegar vangaveltur um hvað sé gott og vont, hvað gefi lífinu gildi og spurningin af hverju við ættum endilega að nýta okkur þessa tækni er ekki til umræðu. Genabreyttar lífverur, tölvur sem við skiljum ekki, útrýming sjúkdóma, sigur á ellinni, pillur sem stjórna allri líðan; allt er þetta svo gott sem handan við hornið og byrjað að gera innrás í líf okkar, tökum þunglyndislyf, verkjatöflur og Rítalín til dæmis um tilraunir okkar til að sigrast á eigin persónuleika og aðstæðum. Hver myndi setja sig á móti því að útrýma eyðni af hnettinum, jafnvel þó það þýddi að við þyrftum að kukla með DNA fólks? Af hverju ekki að svipta nauðgara árásargirninni eða taka lyf til að auka einbeitingu manns á prófi? Ég tek fram að ég er samt endalaust þakklátur Möggu móðu fyrir að gefa mér bókina forðum, enda ekki á hverjum degi sem lestur hrærir svona rækilega upp í manni.
En ég er sem sagt kominn með algjört ógeð á vísindum og vísindamönnum. Það er engin tilviljun hversu margir hafa líkt blindri trú raunvísindamanna á „framfarir“ við hin þekktu bókstafstrúarbrögð. Aldrei nokkurn tíma hefur því verið svarað af hverju þekkingarleit mannsins sé óseðjandi og af hinu góða. Blind trú raunvísindamanna birtist í því hvernig öllum siðfræðispurningum er ýtt til hliðar vegna þess að forvitni mannsins er nauðsynlega öllu ofar, ekki ólíkt einhvers konar guði. Á meðan vísindamenn gagnrýna trúaða fyrir afneitun vísindalegra staðreynda gera þeir sig seka um nákvæmlega það sama gagnvart hugvísindum, sem eru ekki vísindi samkvæmt skilgreiningunni. Eins og trúaðir nota „af því bara“ sem svar við því af hverju þeir trúa nota vísindamenn sama svar við spurningunni af hverju framþróun sé af hinu góða. Vísindi vísindanna vegna, trompið sem vinnur allar rökræður. Geta menn aldrei verið ánægðir með það sem þeir hafa.
Annars bara allt gott að frétta. Aldrei að vita nema maður skelli sér út á land bráðlega.
11 ummæli:
Kíkið á þetta: http://www.guardian.co.uk/society/2008/mar/16/youthjustice.children
Hlekkurinn fór bara með mig á forsíðuna á youth-síðunni, en ég ætla að gera ráð fyrir að þú hafir ætlað að linka í hina viðbjóðslega óhugnanlegu frétt um að menn vilji safna DNA úr börnum í gagnagrunn. Bretland er sífellt að verða meira eftirlitsþjóðfélag. Helber geðveiki.
Y todo el mundo.
Þetta var ég, Finnur.
Eða öllu heldur „Þetta var ég: Finnur.“ Ég er sá sem skrifaði athugasemd 3. Ég. Finnur.
Er ég Finnur?
Finnur, Finnur Finn? ehh... kannski er ég Finnur? Jú, pottþétt! Eða hvað?
Finnur, Finnur Finn? ehh... kannski er ég Finnur? Jú, pottþétt! Eða hvað?
Sá á fund sem Finnur.
Þarf ég að loka á þetta athugasemdakerfi? Hagið ykkur.
Finnur finnur það sem Fanney fann ei.
Skrifa ummæli