þriðjudagur, 25. mars 2008
Tvær stuttar pælingar
Fyndið hvernig heimspressan getur bara fjallað um eitt neyðarástand í einu. Hvernig fór þetta borgarastríð í Kenýa eftir að Gaza sprakk í loft upp? Og er allt í kei á Gaza núna þegar Tíbetar standa í ströngu? Hvað verður svo um Tíbeta þegar CNN og BBC fara LOKSINS að beina sjónum sínum að ástandi efnahagsmála á Íslandi?
Fanney: Takk fyrir bréfið, það var ljúft.
Sunna: Takk fyrir póstkortið, það var prýðilegt.
Salka: Takk fyrir bréfið, diskinn og dvd-ið, það var allt mjög spélið.
Ég skil ekki af hverju fólk les orðabókina jafnsjaldan og raun ber vitni sér til yndisauka; það eru svo mörg orð í henni, miklu fleiri en í venjulegri skáldsögu þannig að með kaupunum fæst feykilegt magn fyrir hófstillt verð. Ég stend líka gjarnan uppi orðlaus þegar ég reyni að lýsa fólkinu sem ég þekki, en með orðabókina að vopni get ég samstundis fundið eiginleikum vina minna orð sem þeim hæfa: Gunni getur verið svo ansi köllsugur, Viddi er að eðlisfari nokkuð funabráður, Magnús Trygvason Eliasen er með einstaklega gott kyssitau, en Andri á það til að vera hlaunagleiður. Erla verður stundum að passa sig að vera ekki of steyld og Hjörtur er fálkaðasti maður sem ég þekki. Héðan í frá mun ég ganga með orðabókina á mér í sérstökum orðabókarskinnkepp sem er bundinn milli vinstra eyra og hægra hnés. Keppina er hægt að nálgast á wordbookskincaps.com.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
22 ummæli:
þegar gudda færir þér kveðju frá söndru þá er það ég skiluru
bara svo að það sé ekkert rugl
allir ættu að fara ganga um með að lágmarki eitt stykki orðabók.. ég held ég velji mér færeyska..
Húrra! Var orðin mjög hrædd um að pósturinn (annað hvort skoskur með þykkan háls, gullkeðju og glæpamannshreim eða franskur með alpahúfu og músartrýni) hefði ágirnst pakkann svo mjög að hann hefði nappað honum. Gott gott. Og augljóslega er þetta spélið.
Ég VEIT að ég er ekki sá eini sem prófaði að slá inn "wordbookskincaps.com"!
hahahahahaha Ég tékkaði ekki á því hvað þetta væri en verð að gera það núna.
kv jakob ó
ooohhh svo var það ekkert, en ógeðslega fyndið. Ég trúði þér líka....:)
hlaunagleiður: hleynagleiður. Þú ert ærmiga.
og hvaða raun ber því, seg mér, vitni, að fólk lesi sjaldan orðabækur til yndisauka? ekki mín, onei...
Ég á rússneska orðabók.
blooooggaðuuuu!
Sammála síðasta ræðumanni (þ.e. Erlu)!!!
Mútter
Við erum að koma, Finnur... láttu okkur um að gefa þér tilefni til að blogga.
Og já hei! Hvernig væri að fokkings linka á mig, kvabbarinn þinn?
Ó gvuð já, bloggaðu!!!!
wordbookskincaps... skepna geturðu verið. Ég var orðinn frekar spenntur.
Plís ekki blogga.
hvað með bréfið sem ég sendi. er það komið ? ;)
kv kobbi
ok, og hversu margir slógu "wordbookskincap" upp í orðabók?
allavega ég, hjörtur og tyrfingur. Fleirri veit ég ekki um....
Kobbi the white
Mér þykir það leitt krakkar en Finnur bað mig um að tilkynna ykkur að þetta blogg er hérmeð dautt. Þið vissuð öll að hann myndi ekki nenna þessu til lengdar. Engin ástæða til að kíkja hingað aftur, þið getið hent hestvagninum útaf bookmarks.
Arg, Finnur, bráðum ferðu að fá svona "hi, this is a great blog, check out my breast enlargement blog, love Tiffany"-komment ...
Ég myndi ekki hata það...
Skrifa ummæli