þriðjudagur, 8. apríl 2008

Bless

Jæja, þá eru gellurnar horfnar á braut og við Hildsa erum enn á ný föst hvort með öðru. Ég ætla ekki að leggjast í nákvæmar lýsingar á framkvæmdum okkar á meðan á heimsókninni stóð, en læt mér frekar nægja að þakka Kálfinum og Lollu fyrir góðar stundir sem náðu mjög líklega hápunkti sínum með sigri mínum í lúdó á mánudaginn. Það er annars ekki margt að frétta af mér sjálfum, en allt í kringum mig virðist fólk vera statt á vendipunkti í sínu lífi, til að mynda Hjössarokkið sem var hleypt inn í Leiklistarskólann í einhverju óðagoti um daginn*. Í dag kvaddi ég líka einn af fáum góðum félögum okkar hér í Montpellier, Ben, sem heldur brátt til höfuðborgarinnar í leit að nýjum ævintýrum og einhverju frumlegu svalli. Það er alls ekki geðveikt að kveðja fólk sem maður er nýbúinn að kynnast, en þannig er það nú... Bráðum kveður Pierre okkur líka og eflaust einhverjir fleiri eftir því sem vori hallar.

Pabbi tapaði í Útsvari um daginn, en ég er samt stoltur af honum. Þetta þýðir að hann neyðist til að finna sér eitthvað annað að gera, en við fjölskyldan höfðum náttúrulega vonast til þess að hann ynni svo okkur tækist að borga aðgerðina...

En hvað um það; það eru spennandi tímar framundan. Einhverjir algjörir hálfvitar ætla að sækja mig heim um miðjan maí og plaga mig í hátt í níu daga. Þetta gera þeir án þess að taka nokkurt tillit til andlegs ástands míns, en um að gera að láta kylfu ráða kasti og reyna að njóta þessara daga. Ég sendi Skúla bréf um daginn án þess að nota nokkurn tíma stafinn té, en hann virðist enn ekki hafa ráðið gátuna, svo ekki segja honum það. Einu sinni skrifaði franskur rithöfundur langa bók án þess að nota stafinn e, mér finnst það ansi gott framtak. Ég man bara að hann hét George Eitthvað.

Að lokum vil ég benda á meðfylgjandi grein eftir félaga Snorra á Aftöku um Al Gore-fundinn:

Hér er greinin

Góðar stundir.

*Ég er að treysta á að hann hafi EKKI viljað halda því leyndu...

9 ummæli:

Erla Elíasdóttir sagði...

Perec var það. Ég er einmitt stödd á vendipunkti sem er orðinn svo langdreginn að hann er sennilega vendilína, eða þá strik, eða hver er aftur munurinn? Styttist
þó í annan endann. Verðurðu heima 14. júní?

Nafnlaus sagði...

Jæja, kominn tími á að við förum að dveljast lengur í sama landinu í senn - ég þekkti þig ekki á efri myndinni (þetta ert þú, ekki satt?). Þekkti þig hins vegar í e.k. pylsulíki á þeirri neðri.

Nafnlaus sagði...

Já, og hamingjuóskir til Hjartar:

Hjörtur, til hamingju. Settu markið hátt og þú getur orðið Bob Saget okkar kynslóðar. Eða Charlton Heston, því nú er staða hans laus til umsóknar.

Vera sagði...

Erla var á undan ... en mér þykir samt gaman að fá að tjá þér að hann er einmitt í miklu uppáhaldi þessa dagana... ég skrifaði um Hlutina fyrir jól og er að skrifa um W, ou le souvenir d'enfance (mjög tilraunakennd sjálfsævisaga svo lítið sé sagt) núna. Ekki brjálað?

Þessi saga hans - þar sem e kemur aldrei fyrir, var þýtt yfir á ensku nema hvað að þar var stafurinn a numinn á brott enda er a álíka algengur í ensku og e í frönsku. Hann skrifaði þetta til heiðurs Oulipo, samtök sem leika sér með bókmenntir og stærðfræði, setja sér fáránlegar takmarkanir í ritferlinu, skrifa tilraunakenndar sögur með meiru og póst-módernískar með fleiru. Italo Calvino skrifaði til dæmis sögu um barón sem er fastur upp í tré og fer aldrei niður í allri sögunni. Með einhverjum undarlegum hætti tókst honum (þ.e. Calvino) að láta líf uppi í tré líta út fyrir að vera mjög eðlilegt og jafnvel ákjósanlegri kostur en hitt...

En já ef þú ert ekki búinn að því þá skaltu lesa Perec núna! Þú endurheimtir e.t.v. trúna á Frakkland og frönsku þjóðina ...

Nafnlaus sagði...

Skemmtilegt að þú skulir minnast á Bob Saget. Ég hitti nú dóttur Bob Saget á skralli í útlöndum fyrir nokkrum mánuðum og fékk númerið hennar.

Annars óska ég Hirti innilega til hamingju með leiklistarskólann! Kudos.

Og Finnur.. til hamingju með að þyrsta í ímeila og nú ekki einu sinni svara þeim.

Atli Sig sagði...

Hjörtur Saget. Það hljómar ekki svo illa. Bob Saget er víst einn dónalegasti stand-up grínisti sem fyrirfinnst, líkt og Hjössarokkið er einstaklingur sem fólk ætti ekki að hleypa nálægt börnum og öðrum sakleysingjum.

Nafnlaus sagði...

Thakka gestrisnina, og bid ad heilsa Sirri Bibi :o)

Til hamingju Hjortur!! ;o)

Nafnlaus sagði...

Ja, og thu faerd ekki ad kalla mig Kalfinn nema thu baetir mer inn a linka-listann thinn!

(thad var lika eg sem skrifadi sidasta komment)

astarmafian sagði...

Ok. That's it. Allir sem líktu mér við Bob Saget eru komnir á listann.

P.s. Takk samt.