fimmtudagur, 10. apríl 2008

Það er í tísku


Finnst einhverjum öðrum eitthvað undarlega skakkt við að sniðganga Ólympíuleikana og gagnrýna Kínverja eins og þeir hafi nýlega oltið inn á sjónarsviðið á meðan við eigum varla annars kost en að ganga í öllu framleiddu af kínverskum skepnum við færiband sem fá jafngildi frímerkis í daglaun? Mannréttindi eru þá ekki betur skilgreind en það.

Auðvaldið? Það erum við.

Nú bíð ég bara eftir að svertingjarnir brenni býlið mitt.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Plús að það er ekki bara gagnvart Tíbetum sem mannréttindabrotin viðgangast - Kínverjar eru t.d. búnir að valta yfir íbúðarhús og rýma fátækrahverfi til að "hreinsa til" fyrir Ólympíuleikana. Öllum virtist nokk sama um það.

Unknown sagði...

Þetta er auðvitað laukrétt, tvískinnungurinn er grátbroslegur og það er skandall útaf fyrir sig að Kína skuli hafa fengið að halda leikana. Aldrei myndi Kúba fá að halda leikana, mannréttindi eru sögð fótum troðin þar. Þó varla eins svakalega og í Kína.

Hins vegar held ég að ráðamenn ættu að sjá sóma sinn í því að taka þátt í táknrænum mótmælum af þessu tagi, þeir eru jú skyndilega farnir að slátra munkum þarna úti. Sterkt að taka pólitíska afstöðu gegn mannréttindabrotum og munkadrápum.

Gallinn við að hætta að kaupa vörur framleiddar í Kína er sá að það bitnar fyrst og fremst á lítilmagnanum, ég sé ekki alveg fyrir mér að þeir sem efstir eru í fæðukeðjunni herði sultarólina þegar salan minnkar. Án þess að ég fordæmi þessa aðferð, að sniðganga vörur vissra framleiðanda eða frá vissum löndum, held ég að hún hafi minni áhrif en pólitískur þrýstingur hvers konar eða götumótmæli eða whatnot. Finnst eins og aðferðin sé hentugri til að friða samvisku mótmælandans en að bæta hag þrælsins.

En hvað annað getur maður svosem gert?* Eina varan sem ég sniðgeng núorðið er Bacardi-romm, Flórída lobbí dauðans. Ég held mig Havana Club kommaromm í von um að styrkja sykurreyrskurðarmanninn og rommblenderinn á Kúbu. Vona bara að Kastróbræður umbuni þeim eitthvað.

*Nú spyr sá sem ekki veit.

Nafnlaus sagði...

Tóta vinkona mín (og Skúla) sniðgengur ísraelskar myntur, enda aktívisti með meiru. Yfir í dýraverndun: fyrir mitt leyti mundi ég seint gefa kjúklingaát upp á bátinn, jafnvel þó ég frétti að þeir væru pyntaðir óþarflega fyrir aftöku. (Ég skil líka sjónarmið Spánverja sem grenja ef fólk gagnrýnir nautaat, þó ég sé ekki hliðholl því sjálf.) Samt þykist ég geta kallað mig dýravin...

Nafnlaus sagði...

Kíkið á http://www.labourbehindthelabel.org/

Maður getur hjálpað á þess að sniðgangavörur

Nafnlaus sagði...

P.s. Linkaðu á mig, Phil!

(tinna.skrifar.net)

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir, heimsborgari sagði...

Breski þjóðernisflokkurinn er að reyna að fleygja okkur hjónunum út úr íbúðinni okkar. Ég held að Phil sé á bakvið þetta. Ég tengdi þig á nýja bloggið mitt: kussimalli.blogspot.com. Bið að heilsa Sirrí Bíbí

Nafnlaus sagði...

Ég trúi samt staðfastlega á það að sniðganga vörur sem aðferð til að sýna afstöðu sýna. Það eru þónokkur dæmi úr sögunni sem sanna að það skiptir máli.

Hér í Bretlandi er ég ein af ansi mörgum sem sniðganga Tesco (súpermarkaðir með óhugnanlega markaðshlutdeild sem hrekja minni aðila í burtu og selja þrælavöru), Asda (sama), Primark (hræódýr föt gerð af litlum asískum börnum), Nestlé (m.a.s. eru margir háskólar og önnur samtök sem banna Nestlé-vörur). Svo kaupi ég ekki ísraelskt - tékka á ávöxtum og grænmeti áður en ég kaupi það - eins og margir aðrir hér. Finnst oft svo mikill "en ég er bara ein manneskja og get ekkert gert"-bragur á umræðu um þetta. En þetta er eitthvað sem við getum öll gert í hversdagslífinu og það án þess að verða fyrir lífskjaraskerðingu - finnst ég allavega ekkert þjökuð að geta ekki keypt Tesco-mjólk, Tesco-farsíma eða Tesco-peysur.

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir, heimsborgari sagði...

Salka, dáldið seint kannski en ef þú sérð þetta komment þá langar mig að spyrja þig ef þú veist hvort Somerfield og Morrison séu eitthvað skárri verslanir en Tesco? Ég er nebblea dæmd til Englandsveru í nokkur ár...