miðvikudagur, 16. apríl 2008

Hæ krakkar


Bleisað veri fólkið.

Ég fór í mat áðan til Kellýjar vinkonu okkar. Hildur er búin að yfirgefa mig í ANNAÐ skiptið og er farin til fyrrverandi höfuðborgar artífartismans, Barcelona (ég held að Berlín sé að koma sterk inn). Ég fór því einn og furðaði mig á því hvernig fólk sem ég þekkti ekkert fyrir nokkrum mánuðum gat haldið mér, Kellý og Pauline vinkonu okkar í gíslingu inni í litlu eldhúsi með því að kyssast svo klámfengið að villtir birnir flykktust rymjandi að byggingunni. Amanda, sambýlingur Kellýjar og Yuan, fyrrverandi kærastinn hennar höfðu sem sé tekið saman aftur og ákváðu í tilefni þess að fara upp á hvort annað á veröndinni. Djöfullinn hafi það! Sumt fólk vill ekki bara spila aðalhlutverkið í sínu eigin lífi heldur allra annarra líka. Bullur.

Ég teiknaði nakinn karlmann um daginn í þrjá tíma samfleytt og var móðgaður af teiknikennara sem hélt ég væri Julien. Ég fer ekki nánar út í þá sögu hér enda er hún afskaplega sósuð.

Ef þið hafið enn ekki kíkt á storyofstuff.com þá ættuð þið að gera það. Einfalt, en aðdáunarvert í skilmerkilegheitum sínum og fullkomnum ásökunarstíl sínum. Kapítalistar: Já, þetta er allt ykkur að kenna. Allt. Mér var beint á þessa síðu þegar ég reyndi inngöngu á heimasíðu Morrissey, sem þýðir að aðdáun mín og virðing fyrir honum hefur oltið yfir þröskuld hins óhugsandi.

Hafið það sem best, fólk.

P.S. Æ, já, Rúnar: ég meinti Grand National í síðasta emaili, ekki Of Montreal, þau sökka.

3 ummæli:

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir, heimsborgari sagði...

Hafðu það sem allra best í einverunni, greyið. Hef heyrt að það sé hin besta skemmtun að spila krossorðaspilið við sjálfan sig...

Atli Sig sagði...

Of Montreal sucka ekki!

Komdu heim Finnur!

Hildur sagði...

Hvad meinardu med ad eg hafi yfirgefid tig, kiktu undir rumid titt.