Nei, bara grín hjá mér, þið vitið jafnvel og ég að enginn á nokkurn tíma eftir að vekja máls á fjölmiðlafrumvarpinu aftur og lifa til að segja frá því. Ég er að lesa Nietzsche þessa dagana, Fæðingu harmleiksins nánar tiltekið (frönsku kennararnir sögðu okkur alltaf að strika undir höfunda og gera ritverk skálínuð). Mér finnst gaman að lesa heimspeki og ég er með lestrinum hálft í hvoru að búa mig undir áframhald heimspekinámsins næsta haust við HÍ (búinn að skrá mig), en það læðist alltaf að mér sá grunur að ég sé að missa af einhverju ótrúlega mikilvægu þegar ég les á frönsku, því ég skil ekki hvert einasta orð. Svo þegar ég mæti í kokkteilboð eða biblíuleshópinn minn og ætla að viðra visku mína á einhver gáfumaðurinn og/eða-konan eftir að segja: Nei, nei, nei. Það var alls ekki það sem hann var að meina. Ertu svona heimskur? Og Nietzsche er alls ekki borið fram svona, það er borið fram: Natsjó. Við verðum að biðja þig um að fara.
Á eftir fer ég að horfa á Chelsea vinna Liverpool í undanúrslitum meistaradeildarinnar. Ég býst sterklega við að á sama tíma á Íslandi mæti mamma á Ölver uppdressuð í rautt og öskri í tvo klukkutíma á skjáinn að „hann Gerrard sinn taki þetta nú“. Ég býst líka sterklega við að pabbi heimti sjónvarp í herbergið sitt í félagsmiðstöð Dalvíkinga þar sem hann verður að syngja í kvöld. Annars er hann ekkert mikið fyrir svona íþróttir, eitthvað.
18 ummæli:
Hei, ég er að læra fyrir lesskilningspróf! Nokkur tips frá kennaranum mínum:
-Millifyrirsagnir gefa oft dýrmætar vísbendingar.
-Það mikilvægasta í hverri málsgrein stendur yfirleitt í upphafi hennar.
-Það skemmir sjaldnast fyrir að skilja ekki hvert orð.
Annars hélt ég að þú værir að undirstrika réttritunina. Og ég held alls ekki að Frakkar beri þýsku neitt betur fram en þú... eða ég... ég er að hugsa um að halda upp á afmælið mitt svo ég geti boðið þér í það!
Hér er ég með link að vídjói sem sameinar fótbolta, Nietzche, heimspeki og húmor. Þvílík tilviljun!
http://www.youtube.com/watch?v=i8ov2oNbkvo
Ölveri? Ég verð náttúrlega á staðnum, drengur. Læt ekki góðan boccia-leik framhjá mér fara.
Mei, reyndar bera their Nitsje fram Nitsj, thvi their sleppa eunum i endann. Svo leidrétta their mig thegar ég segi thad rétt.
"það er borið fram: Natsjó. Við verðum að biðja þig um að fara."
Finnur... þú ert guð í landi grínverja.
Ást,
-S.
Natsjó natsjó man! Æ vonna bí a natsjó man!
takk fyir að svara emailinu.. þú ert samt ágætur. Svo sendi ég þér gullfallegt póstkort, vona að franska póstþjónustan steli því ekki.
ast fansí
ég hélt að þetta blogg yrði um frönskukennaran Gérard úr MH.
svona veit ég mikið um fótbolta.
en ég hugsa hins vegar oft hversdagslega um heimsku.
Jæa Finnur nú verð ég að fá þetta á hreint, fékkstu bréfið sem ég sendi þér fyrir svona mánuði?
Hér er allt fremur brjálað í augnablikinu út af fótbolta - það á að senda út aaaaaalla leiki á Evrópumeistaramótinu í opinni dagskrá á BBC eða ITV út af einhverjum samningum. Allt fólkið sem fylgist spennt með sápuóperunum á hverjum degi er MJÖG fúlt. Mjög.
Ertu annars ekkert að fara að koma heim frá Spáni? Hvernig er þetta eiginlega? Við erum orðin bloggþyrst, Finnur.
No puedo bloggar. Ero en espana y ahora soy en marsilla.
Vale. Comprendo. "Hola" de mí, a todo el mundo en Marsilla.
Bingó bongó hvaða kjaftæði er þetta? Taliði íslensku!!!
Ae, fyrirgefdu, ég gleymdi ad thù kannt bara thysku.
Meira grín um Nietzche.
http://www.youtube.com/watch?v=JUH1H-b-N5o
(Ætlaði að henda þessu á fésbókina þína en fann þig hvergi.)
Þakka Bréfið !!!
þú ert eftirsóttur maður, pant panta sumartíma!
Maður er í prófum og maður gerir lágmarkskröfu til þeirra sem eru með blogg að þeir uppfæri allavega annan hvern dag. Ég hugsa að ég sé búinn að lóda þessari síðu svona 5x í dag!
Svo er þetta líka svo skemmtilegt blogg!
Skrifa ummæli