miðvikudagur, 23. apríl 2008

Zimbabwe baby!


Hæ, elskurnar,

Það væri æðislegt ef þið gætuð tekið ykkur tíma frá þessum óeirðum ykkar á Suðurlandsvegi og skrifað undir þennan lista: LISTI

Það er gríðarlega mikilvægt að stöðva Kína áður en það sölsar undir sig alla Afríku. Hegðun Kína undanfarin ár hefur rennt stoðum undir ásakanir þess eðlis að það hafi ýtt í framkvæmd einhvers konar „Nýlendustefnu síðari“ hvað varðar Afríku, Kínastjórn fjármagnaði meira að segja fyrstu vopnaverksmiðju Súdan sem gerir súdönsku ríkisstjórninni kleyft að salla niður íbúa Darfur. Nú reyna þeir að koma vopnum til Zimbabwe með skipi til S-Afríku og þaðan áfram landleiðina; vopnum sem Mugabe ætlar sér greinilega að nota til að brjóta niður andstöðu meirihluta þjóðarinnar eftir ósigur hans í kosningunum. Hafnarverkafólk í S-Afríku tók sögulegt skref þegar það neitaði að afferma skipið og neyddi þannig skipið áfram í leit að annarri höfn. Söfnuðir, verkafólk og almenningur í S-Afríku hafa lýst yfir stuðningi við afstöðu hafnarverkamannanna sem og starfsmenn annarra hafna og Kína þarf því að vega og meta hvort kannski sé betra að senda vopnin aftur heim, enda mega ráðamenn þar varla við meiri neikvæðri athygli.

Allir eru alltaf að tala um alþjóðasamfélagið og af hverju enginn geri neitt þegar átök brjótast út, en nú höfum við einstakt tækifæri til að standa með fólki hinum megin á hnettinum og reyna að koma í veg fyrir stríð í myndun. Þá er eins gott að við gerum það.

Ég þakka þeim sem á hlýddu.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hárrétt! Takk fyrir áminninguna. Ég er búin að skrifa undir.

Nafnlaus sagði...

Var einmitt að lesa grein í Times um nýju nýlendustefnuna í Afríku og þá sérstaklega þátt Kínverja. Reyni að finna hana á netinu og senda þér.

Unknown sagði...

Kvitt.

Halla Mía sagði...

las og skrifaði...

Nafnlaus sagði...

Ég fæ næstum því kökk í hálsinn þegar ég heyri af fólki sem stendur svona með sannfæringu sinni. Yndislegt.

Nafnlaus sagði...

Sko eins og hafnarverkamennirnir...

Nafnlaus sagði...

Kvitt...

Nafnlaus sagði...

og vörubílsstjórarnir..

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir, heimsborgari sagði...

Epísk mótmæli Íslendinga gegn of háu bensínverði og því að fá ekki að vinna sér til óbóta. En þjóðlegt. Suður í Afríku svífa hugsjónir yfir höfnunum... Skrifaði undir með minnimáttarkenndinni.