Allt í einu lýstur niður í mig afskaplega óhuggulegri hugsun: Hvað ef allir Frakkar ERU jafnleiðinlegir og ömurlegir og heimurinn hefur haldið fram síðan árið 1135, árið sem fyrsti yfirlýsti túristinn steig fæti inn í Frankaríki og var samstundis móðgaður af þjóni í brynju. Shit! Hvað á ég að gera? Ég hef alla tíð haldið hlífiskildi yfir þessari þjóð, mótmælt hljóðlega öllum alhæfingum og sagt við sjálfan mig: þeir eru víst fínir, þeir eru víst fínir. Samt sem áður er einhver nagandi tilfinning sem heldur fyrir mér vöku á nóttunni, svolítið eins og munki sem er nýbúinn að sverja þagnareið og man allt í einu eftir spurningu sem hann var spurður á krá átta árum áður af fullum klæðskera: Hver skapaði þá Guð?
Ég er sem sagt byrjaður að efast.
Mér líður svolítið eins og franska þjóðin sé óþolandi vinur minn sem reykir í bíói, kallar vinkonur mínar „kjellingar“ og spilar jungle-tónlist á fullu klukkan fimm um nótt í blokk. Alltaf ver ég hann: hann er bara misskilinn, hann átti erfiða æsku, hann hefur ekki farið út svo lengi... og ég fæ ekkert í staðinn nema hæðni og sígarettuösku á teppið hennar ömmu. Já, allt í lagi, þeir kunna að búa til góðan mat og eru fáránlega harðir í mótmælum, en þeir mega alveg chilla á þröngsýninni. Stundum langar mig bara að öskra á fólk: TALAÐU FOKKING ENSKU AUMINGINN ÞINN!! en það myndu örugglega allir bara láta eins og ég væri ósýnilegur og ég myndi hlaupa á milli fólks í angist og öskra á það án þess að fá viðbrögð, hlypi heim og sofnaði í súrrealískri bilun. Síðan væri ég numinn brott um nóttina af Það-má-ekki-gagnrýna-Frakka-lögreglunni og það myndi aldrei heyrast frá mér framar.
Við sjáum til. Ég er ekki alveg viss.
þriðjudagur, 2. október 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
hahahaha! komdu í kaffi?
Það er gamalt húsráð að tala íslensku við Frakka þegar þeir neita að tjá sig á ensku. Annað er að finna eitthvað þungt og hefja ofsafengna barsmíð.
Þegar ég er hér fussa ég yfir Bretum. Þegar ég er á Íslandi æli ég yfir Íslendingum. Óskastaðan væri að geta skapað OFURþjóð úr því skásta. Svona "Skást-of-þjóð".
Hahahaha, þú ert svo yndislega fyndinn!
If you can't beat them, join them!
Frakkar ERU leiðinlegir. Það er bara staðreynd. Nema örfáir sem eru venjulega hálf kínverskir eða bara ekkert sérstaklega franskir í sér... þá er bara að finna þá eða er ekki einhver japani með þér í tímum?
Þú hefur allavega alltaf mig, ég er ekkert svo leiðinleg og ömurleg,ég reyki ekki en fer þó stundum í bíó, nefni vinkonur þínar öllum fallegum nöfnum en kann því miður ekki að spila jungle-tónlist og er alltaf sofnuð fyrir fimm á nóttunni. Held stundum reyndar að ég sé misskilin, átti yndislega æsku og er allajafna meira úti heldur en heima hjá mér.Ég verð að viðurkenna að ég er ekki góður kokkur en kann þó að sjóða speltpasta og ég hef tekið þátt í nokkrum mótmælum, þó aldrei dregið fána að húni eða neitt slíkt, meira svona gengið í einhverskonar fiskitorfu á milli sendiráða. Tel mig vera með frekar opið hugarfar og ÉG TALA ENSKU.
Efastu ekki barn, Hildur er hjá þér.
Skrifa ummæli