fimmtudagur, 17. janúar 2008
Frásagnir úr grafhýsinu
Ég er í alls konar verkefnagerð og prófum þessa dagana og næstu tvær vikur. Ég hef þetta því stutt en skilmerkilegt. Ekkert verður sagt sem þjónar ekki tilgangi skilaboðanna sem ég freista að koma á framfæri. Engar angurværar hugleiðingar um guð og menn, engar tilvitnanir frægra manna um tunglið. Lítil kona stöðvaði mig eitt sinn á einni af mínum löngu göngum á Ægissíðunni og ávarpaði mig: Finnur, sagði hún. Það er eitt að hrífa menn, en annað að vekja menn. Fannst mér þetta angurvær hugvekja.
- Ég finn fyrir tveimur konum, mögulega af erlendu bergi brotnum. Þær eru leitandi, kannast einhver við það?
- Mmm, gæti verið. Ég veit ekki alveg hvað...hérna...
- Erlendar, hláturmildar konur. Kannast einhver við tvær angurværar konur, mögulega úr Vestri? Þær eru leitandi.
- Jaaaá..já, jújú, það hringir einhverjum bjöllum. Eru þær á sama aldri, eða...
- Nei, önnur er ung, um tvítugt, hin er forn, mjög aldin, hugsanlega um fimmtugt. Kannastu við það? Það kemur mjög sterklega fram að þær séu leitandi.
- Já, uu, bíddu ertu að tala um bandarísku skiptinemamömmu og systur Hildar sem eru í heimsókn hjá okkur? Þær eru samt ekkert leitandi, sko...
- Takk fyrir, vinur minn, akkúrat, ég er að tala um þær. Þær koma mjög sterkt fram, mjög sterkt.
- Já, ég skil. Þú sást þær náttúrulega áðan, ég kynnti þig fyrir þeim.
- Takk fyrir, kallinn minn, nákvæmlega, þú kynntir mig fyrir þeim. Kannast einhver við það?
- Má ég fara núna, ég stoppaði bara af því að ég hélt að þú ynnir fyrir Amnesty. Hey! HVAR ER VESKIÐ MITT?
- Joink! (Hleypur í burtu)
Verkið var frumsýnt þann 18. des. 1986. Gvendur "Jaki" var í hlutverki VIGNIS og Bergþór Pálsson í hlutverki MIÐILS og HJÚKRUNARKONU.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Auvirðilegt hugmyndaflug mitt hefur ekkert að bjóða sem væri samboðið þessari færslu, svo ég segi það bara á leiðinilega mátann: þú ert fyndnastur og það var ógó gaman að hitta þig um daginn. Knús, heil torfa af knúsum!
Ég hló svo mikið að þessari færslu að ég fékk tár í augun. Mikið er gaman að eiga svona fyndin börn.
Jæja vinur. Ég rambaði á e-n óskiljanlegan hátt inn á bloggið þitt og hef haft gaman að því að lesa sögurnar af þér. Vona að þú hafir það hrikalega gott í útlandinu. Bestu kveðjur.
Úff, hvað ég hló. Sit einmitt núna við menntamannaskrifborðið þitt og dáist að bókaþykkt og almennu skipulagi.
Bergþór Pálsson var fæddur til að leika hjúkrunarkonu.
Finnur krúttmommsi! Þú ert svo fyndinn!
Skrifa ummæli