þriðjudagur, 5. febrúar 2008

Hinn óbærilegi nettleiki mín


Við sambýliskona mín (ekki þannig samt) vorum að koma úr heimboði hinum megin af ganginum, þar sem ég fékk loksins að kynnast fólkinu sem ég heyri njóta ásta hinum megin við þilið í húsbóndasvefnherberginu. Mér líður eins og ég sé óhreinn. Að öðru leyti var mjög fínt þarna fyrir handan þar sem okkur var boðið upp á pönnukökur, vín og vatnspípu, eins og ástralskra hjarðsveina er siður. Fínt fólk, enda ekki Frakkar.

Ég hef ákveðið að fylgja Hildi í jógaæðinu sem hefur tekið sér bólfestu í henni. Brátt mun ég ekki gera neitt nema borða hnetur og prumpa ef allt fer að óskum. Þetta er samt ekki svona afslappi-jóga, heldur meira svona haltuþessaristöðuþartilnýraðíþérkemurútumsköflunginnáþér-jóga. Eftir jóga líður mér svo vel og svo andlega að ég lýsi því umsvifalaust yfir að nú muni ég eingöngu leggja mér sjálfdauða ávexti til munns og ættleiða útigangsmann. Svo set ég Le Temps des Gitans diskinn með No Smoking Band í tækið og eftir tvö lög lýsi ég því yfir að ég nú muni ég ganga til liðs við hóp sígauna og einungis leggja mér vindla og sjálfdauð villisvín til munns. Ég er mjög áhrifagjarn. Gott að ég hlustaði aldrei á nasistarokk.

Enn er ég að velta fyrir mér hvað ég eigi að eyða tíma mínum í, nú þegar ég er hættur í/dottinn úr skólanum. Mig langar reyndar að lesa áfram heimspeki og jafnvel reyna að skrifa einhverjar ritgerðir, en finnst samt að það sé enginn tilgangur með því ef það fer ekki einhver kennari yfir það. Kannski ætti ég að nota tækifærið og „stop taking instructions from the man, man!“ Mér finnst alveg óþolandi að vera orðinn svona mikill kerfismaður, alinn upp af stofnunum frá fæðingu og ófær um að gera nokkurn skapaðan hlut án þess að fá einkunn fyrir það. Mér líður eins og gamla, góðlega kallinum í Shawshank Redemption sem hafði verið svo lengi í fangelsi að hann meikaði ekki lífið utan þess og hengdi sig. Nema ég er ekki að fara að hengja mig. Við höfum engan stað til að festa snöru.

Ástandi mínu er kannski best lýst með eftirfarandi mynd:

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

...þá veit ég hvað ég er að fara að gera um helgina, alltaf gott að hafa plön.

Nafnlaus sagði...

prumpu jóga? Er það eitthvað nýtt? Heyrðu drengur kær! ég fæ "barnið" á eftir..hamingju óskir eru velþegnar.

Nafnlaus sagði...

Er þetta Tapír á efri myndinni ?

Nafnlaus sagði...

Vó ... ég ætlaði að skrifa nákvæmlega það sama og Óskar. Nákvæmlega. Það sama.

Minningin um "the elusive tapir from Montpellier Zoo" lifir enn.

Vera sagði...

Jóga er geðveikt. Prump ekki.

Finnur Guðmundarson Olguson sagði...

Þetta er einhvers konar frændi tapírsins. Uncle of the tapir.