Ég hef tekið upp á undarlegum sið síðastliðna tvo mánuði eða svo, sem fæstir gætu getið upp á án fullnægjandi upplýsinga. Nei, ég sýp ekki blóð ungsveina gegnum stálrör annan hvern miðvikudag, en næstum því. Ég er farinn að fylgjast með mörkuðunum. Nú hugsa ýmsir „Jæja, er síðasta vígið fallið,“ en nei ! Nei, vegna þess að ég er ekki síðasta vígið, síðasta vígið væri Hjörtur, sem fylgist ekki einu sinni með eigin hárlosi, hvað þá mörkuðunum og nei, vegna þess að ég hef mjög góða finnslega ástæðu til að fylgjast með mörkuðunum. Sjáið til, glitnir.is sýnir manni með skemmtilegu korti og fögrum litum sem jafnvel Viddi gæti skilið nákvæmlega ástand allra fyrirtækja sem eru skráð í kauphöllina. Ef ég þekki mitt fólk þá eru allir ástvinir mínir, nema Rúnar, að segja „þarna misstirðu mig“ við tölvuskjáinn akkúrat núna. Málið er þetta: ef gæjarnir sem eiga níu snekkjur sem liggja við bryggju 364 daga ársins og gætu keypt aðra stjörnuþoku og samt átt afgang meika monning, þá er kortið grænt. Ef sömu gæjar þurfa virkilega að hugsa um hvort þeir ættu að fá sér ódýrari kavíar í brönsj og færri fáklæddar gellur í heita pottinn sinn, þá er kortið rautt. Í hvert sinn sem kortið er rautt fæ ég ekki dulið örlítið bros sem fær stundum útrás í stuttum hlátri ekki ósvipuðum hlátrinum sem hinn klassíski geðveiki vísindamaður gefur frá sér í öllum bíómyndum. Ég veit að þessir áhættufjárfestar, sem heita ennþá áhættukapítalistar á öllum öðrum tungumálum, eru að draga okkur öll niður í svaðið með sér og að þeir eiga sennilega ekki eftir að þjást eina ögn sjálfir, en ég verð að viðurkenna að það hlakkar í mér þegar markaðurinn sem allir 245 nýútskrifuðu viðskiptafræðingarnir treystu á til að fleyta sér alla leið að áhyggjulausu jöklajeppaferðunumámeðankellinginerheima-meðbörninívillunniáSpáni ákveður að verða veikur á útskriftardag. Þess vegna fylgist ég með mörkuðunum. Ég veit að frjálshyggjumönnum svelgist á eigin slefi þegar það les aðrar eins yfirlýsingar - „Hvernig dirfistu að efast um að góð afkoma fjárfestingafyrirtækja sé nauðsynleg fyrir efnahagslífið? Þegiðu og kauptu þér eitthvað sem þú hefur ómögulega þörf fyrir. Það er þjóðfélaginu fyrir bestu !“ En ég segi: „.......nei, maður, ég á engan pening, ég fjárfesti í FL-Group eins og þú sagðir mér að gera fyrir nokkrum mánuðum...“
Eins mikið og frjálshyggjumenn bera umhyggju fyrir fólkinu sem er að næra þeirra vestræna gróða með þrælslífi, tilheyrandi sjúkdómum og vesöld þá vona ég að þeir endi í ræsinu og fái að upplifa hvernig það er að vinna 20 tíma á dag fyrir minna en einn dollara og heyra fólk í öðrum heimshlutum kalla það mannúð. Mér þykir vænt um marga af ykkur, en ég ætla ekki að reyna að dylja andúð mína á skoðunum ykkar öllu lengur.
Eins mikið og frjálshyggjumenn bera umhyggju fyrir fólkinu sem er að næra þeirra vestræna gróða með þrælslífi, tilheyrandi sjúkdómum og vesöld þá vona ég að þeir endi í ræsinu og fái að upplifa hvernig það er að vinna 20 tíma á dag fyrir minna en einn dollara og heyra fólk í öðrum heimshlutum kalla það mannúð. Mér þykir vænt um marga af ykkur, en ég ætla ekki að reyna að dylja andúð mína á skoðunum ykkar öllu lengur.
Yo no canto por cantar
ni por tener buena voz
canto porque la guitarra
tiene sentido y razon,
tiene corazon de tierra
y alas de palomita,
es como el agua bendita
santigua glorias y penas,
aqui se encajo mi canto
como dijera Violeta
guitarra trabajadora
con olor a primavera.
Que no es guitarra de ricos
ni cosa que se parezca
mi canto es de los andamios
para alcanzar las estrellas,
que el canto tiene sentido
cuando palpita en las venas
del que morira cantando
las verdades verdaderas,
no las lisonjas fugaces
ni las famas extranjeras
sino el canto de una alondra
hasta el fondo de la tierra.
Ahi donde llega todo
y donde todo comienza
canto que ha sido valiente
siempre sera cancion nueva.
13 ummæli:
Þvílík byrjun á nýjum degi! Mikið er ég glöð yfir því að til skuli vera fólk eins og þú!
Takk mamma. Maður skildi vona.
Dollarinn er kominn upp í 75 krónur, sumir eru í vondum málum. Lúv.
Djöfull ertu harður, drengur.
Evran er komin í 122 ! Þeir mættu alveg fara allir á hausinn aðeins seinna, ef satt skal segja.
þetta er krasí! Í gær kostaði það mig þúsund kall meira en venjulega að fylla tankinn. Það er stutt í matarmiðanna og/eða einkvæðingu heilbrigðiskerfisins. Það er vont en það versnar...
Pundið er í 156 og ég með tár í augunum. Á meðan braska fávitarnir með krónur og losa sig við þær eignir sem eru ekki á Cayman-eyjum eða í Sviss. Fávitar, hroðbjóður.
En Victor Jara elska ég hins vegar.
Jæja, Finnur minn. Hér eru þá nokkrar upplýsingar fyrir þig til að skoða. Farðu á m5.is frekar en glitni og skoðaðu hvað er að gerast. Mun betri síða á alla vegu.
Einnig mæli ég með að þú skráir þig inn á updown.com og þá geturu fylgst með bandaríska markaðinum og séð hann falla. Og meira segja grætt pening í leiðinni.
kv jakob
Haha, takk Kobbi. Við sjáum til.
2011
Tek undir orð Kobba. m5 vefurinn er langtum sniðugari en glitnir. Greiningadeild Glitnis hefur einnig verið að drulla uppá bak og niður á pung með sínum spám. Glitnir spáði fyrir nokkru að á sumarmánuðum myndi evran vera komin í 107.
6 tímum eftir að sú frétt var gefin út var evran komin í 110 kr. Þeir eru öflugir. Annars fyrir þig ættiru að kynna þér politik/umhverfismal forumið á taflan.org - einhverjir brauðmolar fyrir þig þar. síðan vildi ég nota tækifærið og kasta kveðju á þig.
haffi metal
Já, voða fínt að vera bara heiðarlegur öreigi þessa dagana enda er erfitt að glata því sem þú aldrei áttir.
Hæ Finnur, ég les bloggið þitt reglulega þannig að ég bætti þér á tenglalistann minn. Ef þú ert ósáttur við það.. ja.. hörð lukka!
Skrifa ummæli