sunnudagur, 20. apríl 2008

Djöfulsins kjaftæði

Ég vil hvetja fólk til að sýna samstöðu með Saving Iceland-hópnum og mæta í eða fyrir utan Héraðsdóm á morgun klukkan 13:00 þar sem dómsmál yfir stofnanda SI mun hefjast. Hann er sakaður um að hafa valdið lögreglubíl skaða, þrátt fyrir að fjöldamörg vitni geti staðfest að snarbilaður lögregluþjónn hafi í raun keyrt á hann. Ég hef það meðal annars frá minni góðu vinkonu Mist, sem var á staðnum lengi vel Kárahnjúkasumarið mikla, að þar hafi mótmælendur verið áreittir og jafnvel tuskaðir til, farið inn í tjöldin þeirra og símar þeirra hleraðir. Ari, vinur, Jóns getur staðfest það síðastnefnda. Það er fullkomlega ólíðandi að það fólk sem nennir yfirhöfuð að gera nokkurn skapaðan hlut til varnar því að Ísland breytist í Plútóníu sé refsað fyrir hugsjónir sínar. Við megum ekki leyfa þessum mörðum að komast upp með þetta.

Yfirlýsingu SI má finna á aftöku punkti org, en síðast þegar ég gáði var klippt neðan af henni af einhverjum orsökum.

Góðar stundir.


Löggan tók á einum af góðkunningjum hestvagnsins síðasta sumar.

14 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, það var ekkert verið að gefa umhverfisverndarsinnunum í nefið ... Fávitalöggur. Fááááávitar.

Nafnlaus sagði...

Þetta er náttúrulega rugl en var Ari Jóns tuskaður til ? (hahaha)

Finnur Guðmundarson Olguson sagði...

Nei (he wishes), hann var með Mist að tala í símann og það var greinilega verið að hlera þau eða pabba Mistar.

Nafnlaus sagði...

Þegar Aðalbjörg var þarna upp frá var líka mjöööög augljós "njósnari" með kíki að elta þau allan tímann. Þau voru farin að vinka til hans og svona.

Finnur Guðmundarson Olguson sagði...

Það sést að þetta er Maggi, er það ekki?

Nafnlaus sagði...

Júbb, það sést. Bið að heilsa honum :o)

Atli Sig sagði...

Hvers konar manneskja fer að tuska Magga til? Hversu illur þarf maður að vera? Eða á Maggi sér einhverja crazy hlið sem ég hef ekki kynnst?

Finnur Guðmundarson Olguson sagði...

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA....

Já.

Unknown sagði...

Mér sýnist þetta vera ónýtt mál af hálfu lögreglunnar; engin rannsókn, bara orð gegn orði. Skíti ákærði ekki upp á bak í framburði sínum er hann seif. Skil reyndar ekki af hverju þessu var ekki vísað frá, rétt eins og kæru hans á lögguna.

Er löggimann með lömunartak á Magga? Takið sem er löngu hætt að kenna og löngu búið að banna þeim að nota því það er stórhættulegt?

Finnur Guðmundarson Olguson sagði...

Skúli, takk fyrir hlutlausa nálgun á lögin, en ég held þú munir læra að það eru ekki allir jafnir fyrir þeim og orð mótmælanda gegn orði lögreglu verði aldrei að umhugsunaratriði fyrir dómara.

Finnur Guðmundarson Olguson sagði...

Ef ekki.......skal ég gefa þér fimm bjóra þegar þú kemur í heimsókn!

Unknown sagði...

Sannaðu til, hann verður ekki dæmdur. Þeir hafa ekkert í höndunum, þetta er refsimál og í fljótu bragði virðist fáránlegt að dæma nokkuð í þessu máli. Saksóknari með brúnt í buxi.

...en nú gerþekki ég ekki málavexti. Hlakka samt til að fá fimm bjóra.

Atli Sig sagði...

Ég þarf greinilega að kynnast Magga betur. Hann hefur virkað á mig sem rólyndismaður í þessu fáu skipti sem ég hef hitt hann.

Nafnlaus sagði...

Ég mætti í héraðsdóm á mánudaginn og satt best að segja kom þetta mér allt saman svakalega á óvart.

Lögmaðurinn sem sækir málið var mjög illa undirbúinn. Einu aðilarnir sem voru látnir bera vitni voru fjórir lögregluþjónar sem allir voru inn í umtöluðum bíl þegar atvikið átt sér stað, þar af báru tveir þeirra vitni í gegnum síma. Þeir sögðu ekki allir sömu söguna, sumir sögðu bílinn hafa verið á ferð þegar Ólafur á að hafa barið í húddið á meðan aðrir sögðu hann hafa verið kyrran. Allir sögðu þeir svo að það hefði vel verið hægt að bakka bílnum í stað þess að keyra hann í átt að Ólafi.

Lögmaðurinn sá ekki ástæðu til þess að tala við önnur vitni sem lögmaður Ólafs hafði boðið, þ.e. einstaklinga sem voru viðstaddir atburðinn. Hann sagði lögregluþjónana ekki vera aðila að málinu heldur hlutlaus vitni.

Engin sönnunargögn voru lögð fram, engar myndir, enginn reikningur frá þeim aðila sem átti að hafa gert við bílinn og ekkert tjónamat. Reynar sagði einn lögregluþjónninn að þessar umtöluðu rispur hefðu verið svo lítilvægar að það hefði bara ekki tekið því að taka mynd af þeim, þær myndu ekki hafa sést... einmitt!

Það var ekki tekin ein skýrsla af fólki sem var af staðnum, hvorki af Ólafi né öðrum. Ekki var heldur teiknaður uppdráttur af svæðinu eins og venjulega er gert.

Lögmaðurinn sem stefnir málinu þarf að sanna sekt Ólafs, Ólafur þarf ekki að sanna sakleysi sitt. Miðað við það sem átti sér stað inní héraðsdómi á mánudag finnst mér ótrúlega ólíklegt að Ólafur verði sakfelldur.

Niðurstaðan skýrist á næstu vikum.